Íslenska ríkið hefur rekið einkasölu áfengis hérlendis frá árinu 1922. Ef núverandi fyrirkomulagi verður haldið áfram mun það því eiga 100 ára afmæli eftir átta ár. Svo gæti hins vegar farið að fyrirkomulaginu verði breytt. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar í haust að leggja fram frumvarp um að leyfa sölu á bjór og léttvíni í verslunum.
Ljóst er að frumvarpið nýtur þverpólitísks stuðnings úr flestum stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi og í óformlegri könnun sem fréttastofa Stöðvar 2 gerði á meðal þingmanna nýverið kom í ljós að 30 þingmenn hið minnsta muni styðja frumvarpið. 22 þingmenn voru óákveðnir eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Einungis tveir hinna óákveðnu þurfa að styðja frumvarpið til að það verði að lögum. Verði frumvarpið að lögum mun það því breyta starfsemi ÁTVR gríðarlega.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_31/7[/embed]
Lestu ítarlega umfjöllun um sterka stöðu ÁTVR á íslenska smásölumarkaðnum í nýjustu útgáfu Kjarnans.