Stuðningur formanns FSÍ við Náttúrupassann veldur titringi

14520556196-d8a5c5e5a3-z.jpg
Auglýsing

Í grein sem Ásbjörn Björg­vins­son, for­maður Ferða­mála­sam­taka Íslands (FSÍ), sendi Frétta­blað­inu á föstu­dag­inn til birt­ing­ar, lýsir hann yfir ein­dregnum stuðn­ingi við Nátt­úrupassa ­iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Kjarn­inn hefur grein Ásbjarnar undir hönd­um, sem hefur enn ekki verið birt, en hún ber fyr­ir­sögn­ina: Nátt­úrupassa: „JÁ TAKK.“ Stjórn­ar­menn í FSÍ eru ósáttir við að sam­tökin séu bendluð við skoð­anir for­manns­ins.

Í grein­inni skrifar Ásbjörn: „Eftir ítar­lega yfir­legu og skoðun á val­kost­unum tel ég að Nátt­úrupass­inn sé sú gjald­töku­leið sem kemst næst því að vera sann­gjörn­ust úr því að aðrar leiðir reyn­ast vand­rataðar eða ófærar út frá ýmsum ástæð­um. Það er þegar búið að skerða almanna­rétt­inn þótt núver­andi tilllaga skerði hann enn frekar, við erum alltaf hrædd við breyt­ingar en það sem var er ekki og það sem er verður ekki.“

Óánægja innan stjórnar FSÍÁs­björn hvetur til mál­efna­legrar umræðu um Nátt­úrupass­ann. Í upp­hafi verði aðeins um tíu til tólf ferða­manna­staði að ræða þar sem ein­staka gestir verði krafnir um pass­ann, það er þar sem álagið og aðsóknin er mest. „Aðrir staðir sem sækja um að ger­ast þáttak­endur geta sótt um 100% fram­lag til end­ur­bóta, upp­bygg­ingar og rekst­urs að því gefnu að ekki verði rukkað inn á við­kom­andi staði. Það er því hvati til að ger­ast þáttak­andi í Nátt­úrupass­anum til að fá fram­lög til úrbóta, lag­fær­inga og rekst­urs. Það eru mörg önnur atriði sem ræða má um útfærslu­leiðir en gerum það af ein­hverri sann­girni og án for­dóma fyr­ir­fram. Nú er mál að linni því við verðum að fara að ræða okkur að sam­eig­in­legri lausn því nátt­úran verður að fá for­gang áður en við verðum nátt­úru­laus.“

Undir grein­ina er höf­undur rétti­lega titl­aður sem for­maður Ferða­mála­sam­taka Íslands. Hann hefur áður skrifað grein til stuðn­ings­ ­Nátt­úrupass­anum, sem birt­ist 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn, en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans olli sú grein ­tölu­verðum titr­ingi á meðal félags­manna FSÍ.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gætir óánægju á meðal stjórn­ar­manna FSÍ með að Ásbjörn sé titl­aður sem for­maður sam­tak­anna undir grein­inni, og ótt­ast að afstaða hans verði heim­færð yfir á sam­tök­in, en innan þeirra eru mjög skiptar skoð­anir um ágæti Nátt­úrupass­ans.

„Ég fékk alveg fréttir af því að félagar mínir í stjórn­inni, eða alla­vega einn eða tveir sem ég heyrði í, voru ekki sáttir við það að ég not­aði tit­il­inn minn undir grein sem þeir höfðu ekki kvittað upp á. En ég er ekk­ert að tala þarna fyrir hönd Ferða­mála­sam­taka Íslands,“ segir Ásbjörn Björg­vins­son í sam­tali við Kjarn­ann. „En ég er for­maður sam­tak­anna og ég get ekk­ert neitað því. Ég veit að ég er að róa á móti straumnum með mínum skoð­un­um, en ég tel umræð­una um Nátt­úrupass­ann hafa ein­kennst svo­lít­ið af gíf­ur­yrð­u­m og van­þekk­ing­u.“

Ferða­mála­sam­tök Íslands er sam­starfs­vett­vangur átta land­hluta­sam­taka sem vinna að fram­gangi ferða­mála hver á sínu svæði. Stjórn FSÍ sam­þykkti á síð­asta fundi sínum að beina því til stjórna aðild­ar­fé­laga sam­tak­anna að þau verð­i lögð niður á næsta aðal­fundi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None