Sveitarfélög um allt land hafa brugðist við erfiðri stöðu flóttamanna frá Sýrlandi, Írak og Afganistan ekki síst, og boðist til að taka við flóttamönnum eftir að Akureyrarbær sýndi frumkvæði í þessum efnum. Ljóst er að þau eru nú þegar búin að bjóðast til að taka á miklu fleirum en 50, eins og stjórnvöld höfðu stefnt að.
Spennandi verður að sjá hvernig stefna stjórnvalda verður þegar hún lítur dagsins ljós í þessum efnum. Mikið átak þurfti til frá almenningi til þess að vekja stjórnvöld til umhugsunar um hversu lítið Ísland ætlaði í reynd að gera, en þetta horfir betur við nú.