Veðurstofan varar við miklu óveðri sem nú gengur yfir landið. Veður á höfuðborgarsvæðinu hefur farið stigversnandi á undanförnum klukkutímum, en veðrið mun halda áfram að versna og ná hámarki í kvöld og nótt á suðvesturhorni landsins.
Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi, og þá hafa einhver millilandaflug frá Keflavíkurflugvelli sömuleiðis verið aflýst. Flugfarþegar í Leifsstöð, sem Kjarninn hefur talað við, segja að flugstöðin nötri í mestu vindhviðunum. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem er í vændum, og Veðurstofan brýnir fyrir fólki að festa niður allt lauslegt, sem getur fokið, og vera helst ekki á ferli.
Mynd tekin úr brottfararsal Leifsstöðvar nú rétt í þessu.
Hægt er að fylgjast með framvindu stormsins hér.
Landsmenn eiga ekki að venjast slíkum veðurham og er á leiðinni, en spáð hefur verið að hann muni verða sambærilegur þeim sem gekk yfir landið árið 1991, en þá var sömuleiðis um suð-vestan storm að ræða. Þá varð eitt mesta tjón sem orðið hefur hér á landi í einu óveðri, og björgunarsveitir víða um land stóðu í ströngu.
Hægt er að rifja upp ofsaveðrið sem þá gekk yfir landið með því að horfa á fréttaannál Ríkisútvarpsins frá árinu 1991, á Youtube. Upprifjun Ríkisútvarpsins hefst á fjórðu mínútu þáttarins. Sjón er sögu ríkari.
http://youtu.be/-eyNf0rmK5E