Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna á Höfðatorgi, deildi fyrr í dag á Facebook myndabandi úr öryggismyndavél í bílakjallara Höfðatorgs þar sem fáklæddur ökumaður hvolfir bifreið sinni þegar hann reynir að bakka henni á miklum hraða á hlið í bílakjallaranum.
Atvikið átti sér stað sumarið 2011 líkt og sést á tímastimpli myndbandsins. Enginn slaðist alvarlega en málið varð bæði lögreglu- og tryggingarmál. Í Facebook-færslunni sinni segir Albert að „Svona gerist bara í Hollywood eða á Höfðatorgi".
http://www.youtube.com/watch?v=0d93IUvRZTc&feature=share
Auglýsing