Tæplega 36 þúsund vilja fiskveiðifrumvörp í þjóðaratkvæði

Screen-Shot-2015-05-22-at-17.28.34.png
Auglýsing

Rétt tæp­lega 36 þús­und manns hafa nú skrifað undir und­ir­skrift­ar­lista til for­seta Íslands um að hann vísi frum­vörpum um mak­ríl og fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. „Þessi árangur hefur náð­st áður en umræður á Alþingi um mak­ríl­frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra eru hafnar af nokk­urri alvöru. Þessi fjöldi gerir und­ir­skrifta­söfn­un­ina „þjóð­ar­eign.is“ að einni af þeim fjöl­menn­ustu sem efnt hefur verið til hér á land­i,“ segir í til­kynn­ingu frá aðstand­endum und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar.

Í söfn­un­inni er skorað er á Ólaf Ragnar Gríms­son, for­seta Íslands, að vísa í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu vænt­an­legum lögum um úthlutun mak­ríl­kvóta og öðrum þeim lögum sem Alþingi sam­þykkir þar sem fisk­veiði­auð­lindum er ráð­stafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekk­ert ákvæði um þjóð­ar­eign á auð­lindum hefur verið sett í stjórn­ar­skrá og þjóð­inni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.

Jón Steins­son hag­fræð­ing­ur, Jón Sig­urðs­son, fyrrum for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, fyrrum for­seta­fram­bjóð­andi, Þor­kell Helga­son, fyrr­ver­andi pró­fess­or, Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda, hag­fræð­ing­arnir Henný Hinz og Bolli Héð­ins­son og Agnar K. Þor­steins­son, sér­fræð­ingur í upp­lýs­inga­tækni standa að und­ir­skrifta­söfn­un­inni.

Auglýsing

 

Und­ir­skrifta­söfn­un­inni mun ljúka skömmu eftir að Alþingi verður slitið sam­kvæmt til­kynn­ing­unni frá aðstand­end­um, en þeir benda á að fjöldi und­ir­skrifta er kom­inn vel yfir 10 pró­sent kosn­inga­bærra manna, sem til­laga Stjórn­laga­ráðs gerði ráð fyrir sem nægj­an­legum fjölda und­ir­skrifta sem þyrfti til að krefj­ast þjóð­ar­at­kvæðis um ein­stök þing­mál.

Aðstand­endur segja þátt­tök­una sýna fram á hina „gríð­ar­legu und­ir­liggj­andi óánægju í sam­fé­lag­inu um skipan sjáv­ar­út­vegs­ins og að auð­lind í almanna­eigu, fisk­veiði­heim­ild­un­um, skuli úthlutað með þeim hætti sem nú er gert. Slíkt ætti að verða rík­is­stjórn­inni hvatn­ing til að leita raun­veru­legra sátta við þjóð­ina um hvernig standa eigi að úthlutun fisk­veiði­heim­ilda í fram­tíð­inn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None