Tæplega 60 prósent fanga eiga við vímuefnavanda að glíma

17908257108_685696289e_c.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 60 pró­sent fanga sem sitja í íslenskum fang­elsum eiga við vímu­efna­vanda að glíma og rúm­lega 70 pró­sent þeirra eiga sögu um slíkan vanda. Af þeim föngum sem annað hvort eiga við vímu­efna­vanda að stríða eða eiga sögu um slíkan vanda skimast 81 pró­sent þeirra með athygl­is­brest eða ofvirkni. Þetta kemur fram í óbirtir rann­sókn sem Jón Frið­rik Sig­urðs­son, Ingi Þór Eyj­ólfs­son, Ing­unn S.U. Krist­i­an­sen, Jónas Haukur Ein­ars­son, Baldur Heiðar Sig­urðs­son, Hall­dóra Ólafs­dótt­ir, Susan Young og Gísli H. Guð­jóns­son hafa fram­kvæmt. Enn er verið að ljúka gagna­söfnun í rann­sókn­inni.

Nið­ur­stöð­urnar eru hins vegar birtar í svari Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Páls Vals Björns­sonar, þing­manns Bjartrar fram­tíð­ar, um afplánun í fang­elsi.

Bið­tími eftir afplánun leng­istÍ svar­inu kemur einnig fram að í fyrra liðu að með­al­tali 383 dagar frá því að dómur var kveð­inn upp í máli og þar til afplánun í fang­elsi hófst hjá þeim sem hlaut dóm­inn.  Það er tölu­verð aukn­ing frá árunum áður. Árið 2012 liðu að með­al­tali 350 dagar frá því að dómur var kveð­inn upp og þar til afplánun í fang­elsi hófst og árið 2013 var með­al­talið 367 dag­ar.

Sömu sögu er að segja um bið hjá þeim sem dæmdir eru til að sinna sam­fé­lags­þjón­ustu.  Á árinu 2012 leið að með­al­tali 521 dagur frá því að dómur var upp kveð­inn þar til sam­fé­lags­þjón­usta hófst. Árið 2013 var með­al­talið 537 dagar og árið 2014 575.

Auglýsing

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri sagði í þætt­inum Sjón­ar­horn á Hring­braut í lok apríl að rúm­lega 400 fangar væru á bið eftir að geta afplánað dóm sinn.

Beðið eftir Hólms­heiðiRúm 50 ár eru síðan að ákveðið var fyrst að byggja nýtt örygg­is­fang­elsi á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Litla-Hraun hefur gegnt hlut­verki stærsta öryggifang­elsis lands­ins um ára­tuga­skeið en ætið hefur verið ljóst að hús­næðið hentar ekki full­kom­lega undir starf­sem­ina, enda var Litla-Hraun byggt sem spít­ali, og að það er löngu hætt að geta tekið við öllum þeim fjölda sem það þarf að geta tekið við.

Alls eru fimm fang­elsi á Íslandi. Fjögur þeirra eru lok­uð: Litla-Hraun, Fang­elsið á Akur­eyri og Hegn­ing­ar­húsið við Skóla­vörðu­stíg.Auk þeirra eru opin fang­elsi að Sogni og Kvía­bryggju.

Kvenna­fang­els­inu í Kópa­vogi var nýverið lokað og til stendur að loka Hegn­ing­ar­hús­inu, sem var tekið í notkun fyrir um 140 árum síðan og er á unda­þágu frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum vegna þess að það upp­fyllir ekki lág­marks­skil­yrði. Nýtt örygg­is­fang­elsi er nú í bygg­ingu á Hólms­heiði og á að opna haustið 2015. Fang­els­is­rýmum fjölgar þá um 30 tals­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None