Tæplega 60 prósent fanga eiga við vímuefnavanda að glíma

17908257108_685696289e_c.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 60 pró­sent fanga sem sitja í íslenskum fang­elsum eiga við vímu­efna­vanda að glíma og rúm­lega 70 pró­sent þeirra eiga sögu um slíkan vanda. Af þeim föngum sem annað hvort eiga við vímu­efna­vanda að stríða eða eiga sögu um slíkan vanda skimast 81 pró­sent þeirra með athygl­is­brest eða ofvirkni. Þetta kemur fram í óbirtir rann­sókn sem Jón Frið­rik Sig­urðs­son, Ingi Þór Eyj­ólfs­son, Ing­unn S.U. Krist­i­an­sen, Jónas Haukur Ein­ars­son, Baldur Heiðar Sig­urðs­son, Hall­dóra Ólafs­dótt­ir, Susan Young og Gísli H. Guð­jóns­son hafa fram­kvæmt. Enn er verið að ljúka gagna­söfnun í rann­sókn­inni.

Nið­ur­stöð­urnar eru hins vegar birtar í svari Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Páls Vals Björns­sonar, þing­manns Bjartrar fram­tíð­ar, um afplánun í fang­elsi.

Bið­tími eftir afplánun leng­istÍ svar­inu kemur einnig fram að í fyrra liðu að með­al­tali 383 dagar frá því að dómur var kveð­inn upp í máli og þar til afplánun í fang­elsi hófst hjá þeim sem hlaut dóm­inn.  Það er tölu­verð aukn­ing frá árunum áður. Árið 2012 liðu að með­al­tali 350 dagar frá því að dómur var kveð­inn upp og þar til afplánun í fang­elsi hófst og árið 2013 var með­al­talið 367 dag­ar.

Sömu sögu er að segja um bið hjá þeim sem dæmdir eru til að sinna sam­fé­lags­þjón­ustu.  Á árinu 2012 leið að með­al­tali 521 dagur frá því að dómur var upp kveð­inn þar til sam­fé­lags­þjón­usta hófst. Árið 2013 var með­al­talið 537 dagar og árið 2014 575.

Auglýsing

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri sagði í þætt­inum Sjón­ar­horn á Hring­braut í lok apríl að rúm­lega 400 fangar væru á bið eftir að geta afplánað dóm sinn.

Beðið eftir Hólms­heiðiRúm 50 ár eru síðan að ákveðið var fyrst að byggja nýtt örygg­is­fang­elsi á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Litla-Hraun hefur gegnt hlut­verki stærsta öryggifang­elsis lands­ins um ára­tuga­skeið en ætið hefur verið ljóst að hús­næðið hentar ekki full­kom­lega undir starf­sem­ina, enda var Litla-Hraun byggt sem spít­ali, og að það er löngu hætt að geta tekið við öllum þeim fjölda sem það þarf að geta tekið við.

Alls eru fimm fang­elsi á Íslandi. Fjögur þeirra eru lok­uð: Litla-Hraun, Fang­elsið á Akur­eyri og Hegn­ing­ar­húsið við Skóla­vörðu­stíg.Auk þeirra eru opin fang­elsi að Sogni og Kvía­bryggju.

Kvenna­fang­els­inu í Kópa­vogi var nýverið lokað og til stendur að loka Hegn­ing­ar­hús­inu, sem var tekið í notkun fyrir um 140 árum síðan og er á unda­þágu frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum vegna þess að það upp­fyllir ekki lág­marks­skil­yrði. Nýtt örygg­is­fang­elsi er nú í bygg­ingu á Hólms­heiði og á að opna haustið 2015. Fang­els­is­rýmum fjölgar þá um 30 tals­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None