Í dag eru liðin 35 ár frá því að Íslendingar kusu Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta Íslands. Allir vita auðvitað að Íslendingar voru fyrstir til þess í heiminum öllum að kjósa í lýðræðislegum kosningum konu sem þjóðhöfðingja. Af þessu montum við okkur á tyllidögum en gleymum því oft hversu ofboðslega merkilegt það var í raun að Vigdís skyldi bjóða sig fram og ná kjöri. Hversu mikið hugrekki hún þurfti að hafa og hversu mikla þolinmæði hún sýndi í að takast á við karlaheiminn. Hversu mikil fyrirmynd hún var og er.
Eftir því sem lengra líður verður það bara skýrara hversu merkileg tímamót þessi dagur fyrir 35 árum var, og sömuleiðis það að kjör hennar er eitt merkasta framlag Íslands til jafnréttisbaráttunnar og heimssögunnar allrar. Það framlag verður líklega seint fullþakkað. Takk Vigdís!
Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.