17793972254_8aa798b1cb_z.jpg
Auglýsing

Í dag eru liðin 35 ár frá því að Íslend­ingar kusu Vig­dísi Finn­boga­dóttur sem for­seta Íslands. Allir vita auð­vitað að Íslend­ingar voru fyrstir til þess í heim­inum öllum að kjósa í lýð­ræð­is­legum kosn­ingum konu sem þjóð­höfð­ingja. Af þessu montum við okkur á tylli­dögum en gleymum því oft hversu ofboðs­lega merki­legt það var í raun að Vig­dís skyldi bjóða sig fram og ná kjöri. Hversu mikið hug­rekki hún þurfti að hafa og hversu mikla þol­in­mæði hún sýndi í að takast á við karla­heim­inn. Hversu mikil fyr­ir­mynd hún var og er.

Eftir því sem lengra líður verður það bara skýr­ara hversu merki­leg tíma­mót þessi dagur fyrir 35 árum var, og sömu­leiðis það að kjör hennar er eitt merkasta fram­lag Íslands til jafn­rétt­is­bar­átt­unnar og heims­sög­unnar allr­ar. Það fram­lag verður lík­lega seint full­þakk­að. Takk Vig­dís!

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Auglýsing

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None