Tap af rekstri Íslenskra verðbréfa nam 118,4 milljónum í fyrra

sig--or-jonsson.jpg
Auglýsing

Hagnaður Íslenskra verðbréfa árið 2014 af reglulegri starfsemi var um 130 milljónir króna í fyrra, samanborið við 160 milljónir króna árið 2013.   Á árinu voru gjaldfærðar 291 milljónir króna vegna uppgjörs afleiðusamninga í kjölfar niðurstöðu dómsstóla í janúar á þessu ári.  „Tap varð þannig af rekstri samstæðunnar á árinu 2014 upp á 118,4 milljónir króna samkvæmt rekstrarreikningi samanborið við 138,3 milljóna króna hagnað árið 2013,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum verðbréfum.

Hreinar rekstrartekjur ársins námu 539 milljónum króna samanborið við 584 milljónum króna árið 2013.

Eigið fé í árslok 2014 nam 473 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok 22,6%.

Auglýsing

Heildareignir félagsins í stýringu voru þær sömu í lok árs og í upphafi þess, segir í tilkynningu, og stýrir félagið nú 112 milljörðum króna fyrir einstaklinga, félagasamtök og fagfjárfesta.  Alls voru rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar með fjármuni í eignastýringu og vörslu hjá félaginu.

Nýr framkvæmdastjóri tekur við


Í desember á síðasta ári fékk Straumur fjárfestingarbanki hf., ásamt Íslenskri eignastýringu ehf.,  heimild frá FME til þess að fara með yfir 50% eignarhlut í félaginu, eins og greint hefur verið frá á vef Kjarnans. „Við það var ákveðinni óvissu sem verið hafði um eignarhald félagsins eytt,“ segir í tilkynningu.

Stjórn félagsins réð Sigþór Jónsson, sem áður var starfsmaður Straums, sem framkvæmdastjóra í febrúar síðastliðnum.

Sigþór segist í tilkynningu vera ánægður með rekstur félagsins á árinu 2014. „Við getum ekki annað en verið nokkuð sátt við þessa niðurstöðu, ekki síst þegar horft er til þeirrar óvissu sem hefur ríkt um eignarhald og framtíðarsýn félagsins,“ segir Sigþór. Hann segir gott og traust orðspor félagsins, vera aðalsmerki þess.  „Starfsemi Íslenskra verðbréfa felst eingöngu í því að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna en félagið stundar hvorki útlánastarfsemi né fjárfestir fyrir eigin reikning.”

Sigþór bætir við að árið hafi verið viðburðarríkt hjá Íslenskum verðbréfum. „Mikill kraftur er í starfsemi félagsins nú um stundir, stofnaðir voru tveir nýir sjóðir á árinu 2014 og er aukin þjónusta í þróun hjá félaginu sem verður kynnt fjárfestum á næstum mánuðum. Rekstur sjóða og safna gekk almennt vel á árinu og skiluðu þeir hagnaði fyrir viðskiptavini félagsins.  Framtíðin er því bæði björt og spennandi fyrir viðskiptavini félagsins,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None