Tekjur ríkissjóðs á árinu 2014 voru samtals 665 milljarðar króna, eða rúmlega tvær milljónir króna á mann. Það eru hæstu tekjur ríkissjóðs síðan árið 1998. Íslendingum hefur vitanlega fjölgað á þessum árum en þegar reiknaðar eru tekjur á hvern landsmann þá hafa þær einungis tvisvar verið hærri frá árinu 1998. Það var á árin 2005, þegar Landssíminn var seldur fyrir 66,7 milljarða króna, og þennsluárið mikla árið 2007, þegar einkaneysla Íslendinga náði hámarki. Núvirtar tekjur í fyrra voru um 15 milljörðum krónum en árin 2005 og 2007.
Þetta kemur fram í greiningu fjármálafyrirtækisins Analytica á þróun ríkistekna sem Morgunblaðið greinir frá.
Hagstofan birtir nýjar hagvaxtartölur í dag
Í samtali við blaðið segir Yngi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, að arðgreiðslur eigi verulegan þátt í því að tekjur aukist jafn mikið og raun ber vitni í fyrra. Þar skiptir 20 milljarða króna arðgreiðsla frá Landsbankanum miklu máli.
Tekjur ríkisins á hvern landsmann á tímabilinu voru lægstar árið 1998 eða 1,29 milljónir. Þær voru því um 750 þúsund krónum hærri í fyrra.Til samanburðar var fjármagnskostnaður ríkissjóðs um 77 milljarðar í fyrra eða sem svarar 236 þúsund krónum á hvern Íslending. Nýjar tölur Hagstofunnar í dag yfir hagvöxtinn í fyrra munu sýna hversu mikið hlutfallið er að lækka
Hagstofan mun í dag birta nýjar tölur um hagvöxt á síðasta ári, en í desember áætlaði hún að hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefði verið 0,5 prósent. Það er langt undir öllum spám, en Seðlabanki Íslands áætlaði til að mynda ða hagvöxtur hafi verið tvö prósent.