Tempo vex og vex - Tekjur námu 300 milljónum á þremur mánuðum

tempo.png
Auglýsing

Tekjur Tempo, dótt­ur­fé­lags Nýherja, juk­ust um 57 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs miðað við árið í fyrra og námu 2,2 millj­ónum Banda­ríkja­dala eða sem nemur um 300 millj­ónum króna. Vöxtur Tempo hefur verið ævin­týri lík­astur frá því starfs­menn TM Software komu starf­sem­inni á fót með vöru­þróun og for­rit­un­ar­vinnu inn­an­húss. Þessar tekjur kom til vegna sölu á Tempo Times­heets og Tempo Planner við­bót­unum fyrir JIRA og jókst sala á Tempo Planner um meira en 200 pró­sent sam­an­borið við síð­asta ár, að því er segir í afkomutil­kynn­ingu frá Tempo.

Ágúst Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Tempo, segir vöxt­inn ánægju­leg­an. „Mark­mið okkar er að auð­velda fyr­ir­tækjum að skapa, bæta og afkasta vinnu innan settra tíma­marka og kostn­að­ar­á­ætl­ana. Með Tempo vör­unum gerum við við­skipta­vinum okkar kleift að ná mark­miðum sín­um,“ segir Ágúst. „Við erum afskap­lega stolt af því að geta sagt að í hverjum mán­uði velja rúm­lega 150 nýjir við­skipta­vinir Tempo lausn­irnar til að hámarka arð­semi og auka skil­virkni innan fyr­ir­tækja sinna.“

Tempo vöru­merkið er þekkt sem leið­andi og braut­ryðj­andi fyr­ir­tæki í hug­bún­að­ar­gerð á svið­i verk­efna­ og eigna­safns­stjórn­un­ar­lausna (PPM) fyrir JIRA kerfið hjá Atlassi­an. Við­skipta­vinir eru nú orðnir fleiri en sex þús­und og bætt­ust nokkur þekkt fyr­ir­tæki í hóp við­skipta­vina í byrjun árs­ins, meðal ann­ars HBO, Net­flix og EA Sports.

Auglýsing

Við­skipta­vin­irnir eru í meira en 100 lönd­um. Þetta eru ­meðal ann­ars stór­fyr­ir­tæki á borð við Dis­ney, eBay, Amazon, AT&T, Oracle, BMW, Dell og Pfiz­er.

Hér með­fylgj­andi má sjá mynd­skeið af því þegar Kjarn­inn heim­sótti Tempo og tók Ágúst Ein­ars­son tali. Fyr­ir­tækið var þá styttra komið í upp­bygg­ingu en vaxta­mögu­leik­arnir voru fyrir hendi, og sagði Ágúst mikla mögu­leika vera til staðar fyrir vörur fyr­ir­tæk­is­ins.

https://vi­meo.com/93353851

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None