Þessir einstaklingar eiga mest af skráðum hlutabréfum á Íslandi

14524139113-a6caebd0a3-k.jpg
Auglýsing

Hersir Sig­ur­geirs­son, dós­ent við Við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, og Frí­mann Snær Guð­munds­son, við­skipta­fræð­ing­ur, hafa tekið saman lista yfir þá tutt­ugu ein­stak­linga sem eiga mest af hluta­bréfum í skráðum félögum á Íslandi.

List­ann er að finna í rann­sókn þeirra, sem kynnt var á hádeg­is­verð­ar­fundi Félags við­skipta­fræð­inga og hag­fræð­inga í dag, undir yfir­skrift­inni; Eign­ar­hald á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði í lok árs 2013.

Listi yfir þá tuttugu einstaklinga sem mest eiga af skráðum hlutabréfum á Íslandi. Listi yfir þá tutt­ugu ein­stak­linga sem mest eiga af skráðum hluta­bréfum á Ísland­i.

Auglýsing

Þórður Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður Eyrir Invest, trónir á toppi list­ans ­með 1,16 pró­sent skráðra hluta­bréfa í sinni eigu, en mark­aðsvirði bréf­anna nam rúmum 5,7 millj­örðum króna í lok árs 2013.

Árni Oddur Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Eyrir Invest og núver­andi for­stjóri Mar­el, átti í lok árs 2013 rétt rúm­lega eitt pró­sent allra skráðra hluta­bréfa á mark­aði, að and­virði tæp­lega fimm millj­arða króna. Ljóst má vera að stærsta eign feðganna Þórðar og Árna séu hluta­bréf í Mar­el, en stærsta eign Eyrir Invest er sömu­leiðis í Mar­el.

Fjár­festir­inn Sig­ur­jón Jóns­son situr í þriðja sæti list­ans, með 0,46 pró­sent skráðra hluta­bréfa á Íslandi í sinni eigu, en mark­aðsvirði bréf­anna nam tæpum 2,3 millj­örðum króna í lok árs 2013.

Þá eru mörg önnur kunn­ug­leg nöfn úr við­skipta­líf­inu á list­an­um. Má þar helst nefna fjár­fest­anna Frið­rik Hall­björn Karls­son og Árna Hauks­son, Kjartan Gunn­ars­son, Helga Magn­ús­son stjórn­ar­maður hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, fjár­fest­inn Heiðar Má Guð­jóns­son, Skúla Mog­en­sen og Bjarna Ármanns­son. Athygli vekur að aðeins þrjár konur kom­ast á list­ann, eða þær Stein­unn Jóns­dótt­ir, Helga Sig­urð­ar­dóttir og Sús­anna Sig­urð­ar­dótt­ir.

Mark­aðsvirði hluta­bréf­anna sem tutt­ugu manna hóp­ur­inn átti í lok árs 2013, nam röskum 26,2 millj­örðum króna. Þá átti hóp­ur­inn sam­an­lagt 5,32 pró­sent allra hluta­bréfa í skráðum félögum á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None