Þingmenn vilja skýrslu um kvikmyndagerð á Íslandi - Minnismerki William Wallace vinsælt

15084005597-4b6f84db7d-z.jpg
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hefur ásamt tíu öðrum þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar lagt fram beiðni um skýrslu frá iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, Ragn­heiði Elínu Árna­dótt­ur, um hag­ræn áhrif kvik­mynda­gerðar á Íslandi, með sér­stakri áherslu á svæð­is­bundin áhrif. Þess er óskað að skýrslan liggi fyrir eigi síðar en í mars 2016. Í grein­ar­gerð með beiðn­inni er meðal ann­ars vísað í erlendar skýrslur af sam­bæri­legum toga og bent á Wallander lög­reglu­maður hafi aukið sýni­leika á Skáni og að minn­is­merki William Wallace hafi notið mik­illa vin­sælda í kjöl­far kvik­mynd­ar­innar Bravehe­art.

Mikið hefur verið rætt um fram­lög og aðkomu rík­is­ins að kvik­mynda­gerð. Upp­lýs­ingar um tekjur og hag­ræn áhrif af kvik­mynda­fram­leiðslu í löndum sem við berum okkur saman við benda til þess að fjár­fest­ingar í kvik­mynda­gerð komi með jákvæða hvata inn í sam­fé­lagið og hafi mikil hag­ræn áhrif í hér­aði. Flutn­ings­menn telja nauð­syn­legt inn­legg í þá umræðu sem hér hefur farið fram um fram­lög til kvik­mynda­gerðar að ráð­ist verði í slíka úttekt á hag­rænum áhrif­um,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Auglýsing

William Wallace vin­sæll

Vísað er í nokkrar úttektir erlendis á hag­rænum áhrifum kvik­mynda við fram­leiðslu vin­sælla kvik­mynda og sjón­varps­þátta. „Má sem slíkt dæmi nefna kvik­mynd­irnar um Wallander lög­reglu­mann. Þær voru teknar á Skáni, sýni­leiki svæð­is­ins hefur auk­ist gríð­ar­lega í kjöl­farið og aug­lýs­inga­gildið sem birt­ing svæð­is­ins í mynd­unum hefur er metið á millj­ónir evra. Reynsla af sam­bæri­legum svæðum sýnir að gera má ráð fyrir að aukn­ing verði á ferða­manna­straumi sem nemur 4–10% árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birt­ist í mynd sem nýtur alheims­hylli. Ef um sér­stak­lega vin­sæla staði er að ræða, eins og Ystad, heimabæ Walland­ers, má gera ráð fyrir aukn­ingu um sem nemur 30–40% árlega. Því hefur verið fleygt að hver evra sem fjár­fest er skili við­kom­andi hér­aði allt að 43 evrum í hagnað (e. economic gain) af um­hverf­inu, ferða­mennsku og þjón­ustu í tengslum við það,“ segir í grein­ar­gerð­inni.



Fleiri dæmi eru nefnd, meðal ann­ars áhrif kvik­mynd­ar­innar Bravehe­art með mel Gib­son og kvik­mynd­ar­innar Fields of Dreams með Kevin Costner. „Nefnda má fleiri erlend dæmi um aukn­ingu í ferða­mennsku, til að mynda skil­aði Bravehe­art, kvik­mynd Mel Gib­sons, 52% fjölgun gesta við minn­is­merki William Wallace „The National Wallace Monu­ment“ í Stir­l­ing. 17 árum eftir að myndin Fields of Dreams með Kevin Costner kom út komu 60–65 þús­und gestir til Dyer­sville í Iowa til að skoða hafna­bolta­völl­inn sem var not­aður við gerð mynd­ar­inn­ar. Eftir að myndin Close Encounters of the Third Kind var sýnd varð 78% aukn­ing gesta við minn­is­merkið „Devils Tower Monu­ment“ í Utah. Nú, ára­tugum seinna, muna 20% gesta enn eftir minn­is­merk­inu úr mynd­inni. Loks má nefna að yfir­völd í Santa Bar­bara sögðu frá því að eftir að myndin Sideways fékk til­nefn­ingu til Ósk­arsverð­launa birt­ust góð­ar­/fríar fréttir í tengslum við mynd­ina með Santa Bar­bara í önd­vegi að verð­mæti 3,9 millj­ónir doll­ara ef greitt hefði verið fyrir þær í beinu mark­aðs­starf­i.“



Ljóst er að miklir hags­munir eru í húfi, segir í grein­ar­gerð­inni, og þá þurfi að kort­leggja.



Jákvæð áhrif lík­leg



Í lok grein­ar­gerð­ar­innar segir að aukin umsvif í kvik­mynda­iðn­aði séu lík­leg til að hafa jákvæð áhrif, sér­stak­lega í ljósi stór­auk­inna umsvifa í fram­leiðslu kvik­mynd­aðs efnis síð­ustu þrjú ár.



„Benda má á að sam­kvæmt rann­sóknum sem ná til árs­ins 2010 var árleg velta kvik­mynda­iðn­aðar á Íslandi um 12,5 millj­arðar kr. eða um 0,7% af lands­fram­leiðslu, með 750 árs­verk, sem eru um 0,5% af vinnu­afli lands­ins. Það ár var velta ein­­göngu í fram­leiðslu­hluta grein­ar­innar rétt rúm­lega 5 millj­arðar kr. en veltan hefur auk­ist hratt síðan þá og nam um 13,5 millj­örðum kr. árið 2012 og 12,1 millj­arði kr. árið 2013. Á fyrri hluta árs­ins 2014 var velta í fram­leiðslu­hlut­anum orðin um 9 millj­arðar kr. eða sam­bæri­leg og allt árið 2011.



    ­Tekjur rík­is­ins af umsvif­unum 2010 voru um 1,92 millj­arðar kr. Tekjur rík­is­ins vegna erlendra ferða­manna sem ákveða Íslands­ferð vegna kvik­mynda er að lág­marki 2,5 millj­arðar kr. Þess má geta að í nýlegri skýrslu Ferða­mála­stofu nefndu 13,2% aðspurðra ferða­manna að kvik­myndir með íslensku lands­lagi og/eða íslenskar kvik­myndir væru ástæða hug­myndar þeirra um að koma til Íslands.



    ­Sam­tals voru skatt­tekjur rík­is­ins vegna kvik­mynda um 4,42 millj­arðar kr. árið 2010, en fram­lög í Kvik­mynda­sjóð og í end­ur­greiðslu á kostn­aði það ár um 830 millj. kr. þannig að ávinn­ingur rík­is­ins vegna kvik­mynda var um 3,6 millj­arðar kr. það ár.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None