Viðskiptajöfnuður, mismunurinn á tekjur vegna útflutnings og gjöldum vegna innflutnings , var jákvæður um26,7 milljarða króna á síðustu þremur árum ársins 2014. Viðskiptajöfnuður án áhrifaslitabúa föllnu bankana var hagstæður um 35,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2014 og um stöðu þjóðarbúsins í lok þess ársfjórðungs.
Afgangur mælist nú á þáttatekjum í fyrsta sinn frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2007, en jönuður frumtekna var hafstæður um 3,2 milljarða króna. Í frétt Seðlabankans segir að „þrátt fyrir afgang nú voru neikvæð áhrif innlánsstofnana í slitameðferð engu að síður mikil. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 14,5 ma.kr. og tekjur um 5,6 ma.kr. Neikvæð áhrif innlánsstofnana í slitameðferð á þáttatekjujöfnuð námu 8,9 ma.kr. Þáttatekjur án áhrifa þeirra voru því hagstæðar um 12,1 ma.kr.“
Skuldum 7.834 milljörðum meira en við eigum
Alls námu erlendar eignir íslenska þjóðarbúsins 5.279 milljörðum króna í lok síðasta árs. Það skuldaði á sama tíma 13.113 milljarða króna erlendis. Skuldir íslenska þjóðarbúsins erlendis voru því 7.834 milljörðum króna meiri en eignir þess þar.
Þar munar langmest um slitabú föllnu bankanna, sem eiga brot af eignunum en þorra skuldanna. Án þeirra námu eignir þjóðarbúsins 3.712 milljörðum króna en skuldir 3.833 milljarða króna, og hrein staða því neikvæð um 121 milljarða króna.
Erlendar eignir og skuldir lækkuðu umtalsvert á síðasta ársfjórðungi vegna greiðslu slitastjórnar Landsbankans til forgangskröfuhafa upp á um 400 milljarða króna í desember síðastliðnum.