Þorgerður Þráinsdóttir tekur við Fríhöfninni

--orgerdur---r--insdottir.jpg
Auglýsing
Þor­gerður Þrá­ins­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Frí­hafn­ar­innar úr hópi rúm­lega eitt hund­rað umsækj­enda. Hún mun hefja störf hjá Frí­höfn­inni á næstu vik­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Frí­höfn­inni. Þor­gerður hefur víð­tæka reynslu af stjórnun og smá­sölu­rekstri. Hún kemur til Frí­hafn­ar­innar frá Lyfju hf. þar sem hún sat í fram­kvæmda­stjórn í tíu ár, síð­ast sem for­stöðu­maður versl­ana- og mark­aðs­sviðs en þar á undan sem starfs­manna­stjóri. Áður hefur hún meðal ann­ars starfað sem ráð­gjafi hjá IBM Business Consulting Services í mannauðs­málum og rann­sókn­um, að því er segir í til­kynn­ingu. Þor­gerður er með BA og Cand.Psych gráðu í sál­fræði frá Háskóla Íslands og hefur jafn­framt lokið PMD stjórn­enda­námi frá Opna háskól­an­um. „Það eru spenn­andi verk­efni framundan hjá Frí­höfn­inni. Ég hlakka til að takast á við þau og kynn­ast starfs­fólk­inu sem starfar hjá fyr­ir­tæk­inu. Farþegum um Kefla­vík­ur­flug­völl hefur líka fjölgað mikið að und­an­förnu sem felur í sér bæði tæki­færi og áskor­anir fyrir Frí­höfn­ina“ segir Þor­gerður í til­kynn­ingu. Frí­höfnin rekur fimm versl­anir í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar og þar starfa um 140 manns. Tekjur Frí­hafn­ar­innar hafa vaxið jafnt og þétt und­an­farin ár og hefur Frí­höfnin á s.l. fjórum árum skilað nálægt 10 millj­örðum króna til eig­enda sinna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None