Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja, segir að ástandið í Rússlandi nú sé ekki ósvipað því sem var á Íslandi í október 2008, þegar íslenska bankakerfið hrundi.Samherji flytur út mjög mikið magn af sjávarafurðum á Rússlandsmarkað og landið er mjög mikilvægur markaður fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Íslenskir útflytjendur eiga mikilla hagsmuna að gæta í Rússlandi. Tæplega helmingur alls makríls sem veiddur eru af íslenskum fyrirtækjum fer til að mynda á markað þar. Íslenskir fi
Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að rússnesk fyrirtæki skuldi íslenskum fiskútflytjendum þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafi fengið, en ekki greitt fyrir.
Þorsteinn að Samherji hafi sent flutningaskip til Rússlands fyrir um tíu dögum og að það sé væntanlegt í höfn þar í byrjum næstu viku. Aðspurður um hvort hans sé vongóður um að fá greitt fyrir þær vörur segir hann að aðstæður séu erfiðar.
Gæti leitt til risavaxinnar bankakreppu
Kjarninn greindi frá því á laugardag að Evgeny Gavrilenkov, aðalhagfræðingur fjárfestingabankaarms rússneska bankans Sberbank CIB, hefði varað við því að þær aðgerðir sem rússnesk stjórnvöld hafa ráðist í til að bjarga rússneskum bönkum sem eiga í miklum vandræðum, gætu leitt til risavaxinnar bankakreppu.SberBank CIB er stærsti lánveitandi Rússlands.
Í frétt á vef Business Insider er haft eftir honum að ef seðlabanki Rússlands heldur áfram að endurfjármagna banka í skiptum fyrir skuldabréf sem enginn markaður er fyrir, en bankarnir geti framleitt í nánast ótæmandi magni, þá muni það leiða til bankakreppu af stærstu gerð.
Þetta er staða sem er Íslendingum að nokkru kunnug. Í aðraganda bankahrunsins sem átti sér stað hérlendis í október 2008 dældu íslensku bankarnir skuldabréfum gefnum út af sjálfum sér inn í Seðlabanka Íslands í skiptum fyrir lausafé. Þegar þeir voru búnir með kvótann þá fengu þeir smærri fjármálafyrirtæki til að vera milligönguaðilar gegn þóknun. Þessi svokölluðu ástarbréfaviðskipti enduðu með ósköpum og því að íslenska ríkið þurfti að taka yfir miklar skuldir Seðlabankans.