Þriðjungur skilaði sýni til Íslenskrar erfðagreiningar

decode_vef.jpg
Auglýsing

Átakið „Út­kall í þágu vís­ind­anna“, þar sem Íslensk erfða­grein­ing bauð yfir 100 þús­und lands­mönnum að taka þátt í sam­an­burð­ar­hópi fyrir rann­sóknir fyr­ir­tæk­is­ins, skil­aði um 34 þús­und nýjum lífs­sýnum til fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. Því skil­aði um þriðj­ungur þeirra sem fengu senda möppu með­ ­eyðu­blöðum til stað­fest­ingar upp­lýsts sam­þykkis og munn­spaða, sem við­tak­endur áttu að nota við sýna­töku, sýnum sínum til Íslenskrar erfða­grein­ing­ar.

Möpp­urnar með munn­spöð­unum voru sendar út í maí síð­ast­liðnum og sam­hliða var blásið til mik­illar kynn­ing­ar­herð­ferðar á átak­inu. Það fór fram í sam­vinnu við slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björgu, sem sá um að safna líf­sýn­unum fyrir hönd Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Fyrir hvert sýni sem björg­un­ar­sveit­ar­menn sóttu heim til þeirra sem fengu þau send greiddi Íslensk erfða­grein­ing 2.000 krón­ur. Því fékk Lands­björg um 68 millj­ónir króna fyrir þátt­töku sína í átak­inu.

Deil­urnar standa uppúrMiklar deilur spruttu upp um átak­ið. Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands og nokkrir aðrir fræði­menn sendu til að mynda frá sér til­kynn­ingu þar sem kom fram að meg­in­at­riði í sið­færði rann­sókna væri að fólk taki ákvarð­anir byggðar á vit­neskju og trausti án þess að vera beitt þrýst­ingi til þátt­töku. Fjöldi vís­inda­manna sendi í kjöl­farið frá sér yfir­ýs­ingu þar sem þeir studdu átakið og ítrek­uðu mik­il­vægi þess.

Kári segir að fyrir honum standi upp úr þessu ferli að það skyldi enn einu sinni valda deilum í íslensku sam­fé­lagi um að það sé verið að reyna að fá fólk til þátt­töku í vís­inda­rann­sókn­um. „Ég er enn svo­lítið hissa á því að Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands, til dæm­is, skuli finn­ast í því fel­ast mikil áhætta fyrir fólk að taka þátt í vís­inda­rann­sókn­um. Að henni finn­ist það ljótt að menn séu hvattir til að taka þátt í til­raunum til að sækja nýja þekk­ingu. Ég átta mig ekki á því hvaðan þetta fólk kemur né hvert þetta fólk er að fara. En greini­lega er til fleiri en ein teg­und af fólki í þessu sam­fé­lagi. Og það er gott.“

Auglýsing

Eins og við var búistAð sögn Kára var þátt­takan eins og við hafði verið búist. „Við fengum í kringum 34 þús­und nýja þátt­tak­end­ur, sem er svipað því sem við bjugg­umst við. Þegar þú sendir út svona án þess að reyna að fá fólk til þátt­töku í ein­hverjum sér­stökum rann­sóknum þá er þetta það sem má búast við. Það er mark­miðið og við erum býsna sátt við nið­ur­stöð­una.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None