Tíu útgerðarfyrirtæki högnuðust um 46 milljarða á fimm árum

Gadus-morhua-Cod.2b.Atlanterhavsparken.Norway.jpg
Auglýsing

Tíu íslensk útgerð­ar­fyr­ir­tæki högn­uð­ust um tæpa 46 millj­arða króna frá árinu 2009, eftir skatta afskriftir og vaxta­gjöld. Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum sem Credit­info tók saman að beiðni Kjarn­ans. Sex fyr­ir­tækj­anna eiga enn eftir að skila árs­reikn­ingum fyrir árið 2013 og því er við­búið að talan eigi eftir að hækka enn frek­ar.

Sam­an­lagðar bók­færðar heild­ar­eignir félag­anna nema rúmum 123 millj­örðum króna, og eigið fé þeirra, það er eignir að frá­dregnum skuld­um, hljóðar upp á röska 76 millj­arða króna.

Félögin sem um ræðir eru Brim hf., Gjögur hf., FISK-­Seafood ehf., Sam­herji Ísland ehf., Berg­ur-Hug­inn ehf., Stál­skip ehf., Úgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga ehf., Útgerð­ar­fé­lagið Vigur ehf., KG Fisk­verkun ehf., og Stíg­andi ehf.

Auglýsing

Fimm útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem högn­uð­ust mestÚgerð­ar­fé­lagið Brim hf., sem er í eigu for­stjór­ans Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, skil­aði tæp­lega 12,5 millj­arða króna hagn­aði á árunum 2009 til 2012. Félagið á enn eftir að skila árs­reikn­ingi fyrir árið 2013, en í lok árs 2012 námu eignir þess tæpum 21,5 millj­örðum króna, og eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins var þá rúmir ell­efu millj­arðar króna.

Hagn­aður útgerð­ar­fé­lags­ins Gjög­urs á Greni­vík á árunum 2009 til 2012 hljóð­aði upp á rúma 7,3 millj­arða króna, en fyr­ir­tækið á enn eftir að skila inn árs­reikn­ingi fyrir árið 2013. Félagið átti eignir upp á röska 19 millj­arða króna í árs­lok 2012, og tæpa 5,7 millj­arða króna í eigið fé.

FISK-­Seafood á Sauð­ár­króki hagn­að­ist um tæpa sjö millj­arða króna á árunum 2009 til 2013. Heild­ar­eignir félags­ins námu tæpum 17 millj­örðum í árs­lok 2013, en félagið átti þá tæpa 15,5 millj­arða króna í eigið fé.

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herji Ísland ehf. á Akur­eyri, sem er í eig­u frænd­anna Krist­jáns Vil­helms­sonar og Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, hefur ekki skilað inn árs­reikn­ingi fyrir árið 2013. Á árunum 2009 til 2012 hagn­að­ist útgerð­ar­fyr­ir­tækið um ríf­lega 4,3 millj­arða króna. Heild­ar­eignir fyr­ir­tæk­is­ins í lok árs 2012 námu tæpum 31,2 millj­örðum króna, og félagið átti þá röska 9,6 millj­arða eigið fé. Þó til­greint félag hafi ekki enn skilað inn árs­reikn­ingi fyrir árið 2013 má geta þess að hagn­aður Sam­herja sam­stæð­unnar á síð­asta ári nam 22 millj­örðum króna.

Berg­ur-Hug­inn ehf. í Vest­manna­eyj­um, sem Síld­ar­vinnslan í Nes­kaup­stað reyndi að kaupa í ágúst­mán­uði árið 2012 af félagi í eigu Magn­úsar Krist­ins­son­ar, hagn­að­ist um rúma þrjá millj­arða króna árin 2009 til 2013. Heild­ar­eignir félags­ins hljóð­uðu upp á rúman 4,1 millj­arð króna í árs­lok 2013, og þá átti Berg­ur-Hug­inn ríf­lega 1,2 millj­arða króna í eigin fé.

Sam­tals högn­uð­ust ofan­greind félög um að minnsta kosti ríf­lega 34 millj­arða króna á síð­ustu fimm árum. Eins og áður segir eiga þrjú útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna enn eftir að skila árs­reikn­ingum fyrir árið 2013 og því er talan ekki tæm­andi.

Athygli er vakin á því að ein­ungis er um að ræða upp­lýs­ingar um fyr­ir­tæki sem sinna útgerð á smá­bátum eða fiski­skipum á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None