Tónlistarkennarar og sveitarfélög landsins skrifuðu í nótt undir nýjan kjarasamning. Verkfalli tónlistarkennara verður því hætt frá og með deginum í dag og tónlistarskólar hefja samstundis störf. Verkfall tónlistarkennara hefur staðið yfir í fimm vikur.Frá þessu er greint á mbl.is.
Á vefnum er haft eftir Sigrúnu Grendal, formanni Félags tónlistarkennara að „nú geta tónlistarnemendur farið að leita að hljóðfærunum og kennslubókunum[...]Þetta var brött brekka og erfiðir samninga“.
Skrifað var undir samninginn milli klukkan fimm og sex í morgun eftir fundarhöld sem staðið höfðu alla nóttina. Samningurinn verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða kosninga um hann verður kunngjörð 8. desember næstkomandi. Samningurinn er til skamms tíma.
Fyrsta verkfall tónlistarkennara frá 2001
Einar Már Guðmundsson rithöfundur.
Tónlistarkennarar beittu verkfallsvopninu síðast árið 2001, en þá reiknaðist FT til að laun tónlistarkennara væru um 17 prósentum lægri en laun grunnskólakennara og 33 prósentum lægri en laun framhaldsskólakennara. Samkvæmt upplýsingum frá KÍ munar nú allt að 37 prósentum á launum tónlistarkennara og grunnskólakennara, og laun framhaldsskólakennara eru allt að 39 prósentum hærri en laun tónlistarkennara eins og áður segir.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifaði harðorðan pistil til stuðnings tónlistarkennurum á Kjarnann í gær þar sem hann hvatti til þess að samið yrði við tónlistarkennara strax. Honum varð því að ósk sinni.