Tónlistarkennarar búnir að semja til skamms tíma

tonlistarkennar.jpg
Auglýsing

Tón­list­ar­kenn­arar og sveit­ar­fé­lög lands­ins skrif­uðu í nótt undir nýjan kjara­samn­ing. Verk­falli tón­list­ar­kenn­ara verður því hætt frá og með deg­inum í dag og tón­list­ar­skólar hefja sam­stundis störf. Verk­fall tón­list­ar­kenn­ara hefur staðið yfir í fimm vik­ur.Frá þessu er greint á mbl.­is.

Á vefn­um er haft eftir Sig­rúnu Grendal, for­manni Félags tón­list­ar­kenn­ara að „nú geta tón­list­ar­nem­endur farið að leita að hljóð­fær­unum og kennslu­bók­un­um[...]Þetta var brött brekka og erf­iðir samn­ing­a“.

Skrifað var undir samn­ing­inn milli klukkan fimm og sex í morgun eftir fund­ar­höld sem staðið höfðu alla nótt­ina. Samn­ing­ur­inn verður bor­inn undir félags­menn og nið­ur­staða kosn­inga um hann verður kunn­gjörð 8. des­em­ber næst­kom­andi. Samn­ing­ur­inn er til skamms tíma.

Auglýsing

Fyrsta verk­fall tón­list­ar­kenn­ara frá 2001Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Einar Már Guð­munds­son rit­höf­und­ur.

Tón­list­ar­kenn­arar beittu verk­falls­vopn­inu síð­ast árið 2001, en þá reikn­að­ist FT til að laun tón­list­ar­kenn­ara væru um 17 pró­sentum lægri en laun grunn­skóla­kenn­ara og 33 pró­sentum lægri en laun fram­halds­skóla­kenn­ara. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá KÍ munar nú allt að 37 pró­sentum á launum tón­list­ar­kenn­ara og grunn­skóla­kenn­ara, og laun fram­halds­skóla­kenn­ara eru allt að 39 pró­sentum hærri en laun tón­list­ar­kenn­ara eins og áður seg­ir.

Einar Már Guð­munds­son rit­höf­undur skrif­aði harð­orðan pistil til stuðn­ings tón­list­ar­kenn­urum á Kjarn­ann í gær þar sem hann hvatti til þess að samið yrði við tón­list­ar­kenn­ara strax. Honum varð því að ósk sinni.

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None