Topp 5: Slæmar byggingarákvarðanir

nybyggingar.jpg
Auglýsing

Skipu­lags­mál eru oftar en ekki upp­spretta deilna í sveit­ar­fé­lög­um. Þetta á ekki síst við um það þegar pláss­frekar bygg­ingar fá að rísa innan um lægri hús. Á und­an­förnum árum hafa margar stórar bygg­ingar risið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem umdeil­an­legt er hvort eru mikil prýði fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Sumar virð­ast hafa verið bein­línis óþarfar með öllu, þrátt fyrir að vera tug­þús­undir fer­metra að stærð, eins og Korpu­torg­ið.

En hvaða bygg­inga­á­kvarð­anir eru það helst sem geta talist umdeildar eða slæmar? Sitt sýn­ist hverjum um þetta efni en Kjarn­inn rýndi í stöð­una og valdi fimm bygg­ingar sem geta talist lýsandi fyrir slæmar bygg­ing­ar­á­kvarð­an­ir. List­inn birt­ist fyrst í Kjarn­anum 7. nóv­em­ber 2013.

 5. Korpu­torg



korputorg-6

Það fer vænt­an­lega að líða að
 því að Korpu­torgi verði breytt
 í eitt­hvað annað en versl­un­ar­­hús­næði. Til dæmis gagna­ver eða risa­vaxið refa­bú, svo full­komn­lega óþörf er þessi við­bót við það mikla versl­un­ar­hús­næði sem í boði er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í skýrslu ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey
 um íslenskan efna­hag er á það bent að miklu meira versl­un­ar­rými sé hér á landi en í nágranna­löndum okk­ar, þegar horft er til fer­metra versl­un­ar­hús­næðis á hvern íbúa. Korpu­torg var opnað í októ­ber 2008, á versta tíma í Íslands­­­sög­unni. Húsið er gríð­ar­lega stórt, um 45 þús­und fer­metr­ar, og er upp­­­byggt eins og dæmi­gerð „out­let“­ versl­un­ar­mið­stöð eins og víða sést erlend­is, ekki síst í Banda­ríkj­un­um. Ekki hefur verið mikið líf í hús­inu frá því að starf­semi hófst þar þó að fyr­ir­tækin sem þar eru með starf­­semi hafi haldið úti metn­að­ar­full­um versl­unum alveg frá byrj­un.

Auglýsing

 4. Perlan



perlan-4

Perlan er mögnuð bygg­ing og útsýnið þaðan stór­brot­ið. Það er líka mikil upp­lifun í því fólgin fyrir fólk að geta snú­ist á meðan góðs matar er notið inn­an­dyra. Frá því að bygg­ingin var vígð, hinn 21. júní 1991, hefur í henni verið metn­að­ar­­­full veit­inga­þjón­usta þar sem mikið er lagt upp úr góðri þjón­ustu og mat. En í bland við hana hefur í hús­inu verið alls konar starf­semi, til skemmri eða lengri tíma, sem 
er víðs fjarri virðu­leika sæl­ker­a­mat­ar­ins á efstu hæð­inni. Lík­lega hefur eng­inn þeirra sem tóku ákvörðun um bygg­ingu húss­ins á sínum tíma fyrir fé skatt­greið­enda í Reykja­vík­ur­borg getað ímyndað sér þetta mikla mann­virki yrði notað til þess að hýsa tíma­bundna geisla­diska­ og DVD­-­mark­aði, auk fleiri tíma­bund­inna verk­efna. Það bendir til þess að húsið sé ekki þarft, allra síst fyrir Reykja­vík­ur­ borg. Enda hefur kostn­aður við húsið alla tíð verið íþyngj­andi fyrir borg­ina og dótt­ur­fyr­ir­tæki henn­ar. Orku­veita Reykja­víkur hefur verið með Perluna í sölu­ferli und­an­farin ár, í tengslum við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Margir hafa sýnt því áhuga að kaupa bygg­ing­una en salan hefur ekki enn verið kláruð.

 3. Skugga­hverfið



skuggahverfi

Það varð auð­vitað að byggja Man­hatt­an­­þak­íbúðir í Reykja­vík þegar efna­hags­bólan þand­ist út. Annað hefði verið stíl­brot á því sem Paul Krug­man, nóbels­verð­launa­hafi í hag­fræði árið 2008, kall­aði „mesta brjál­æði af öllu brjál­æði“ þegar hann lýsti ein­kennum íslensku efna­hags­bólunnar og útþenslu banka­kerf­is­ins á fundi í Hörpu hinn 27. októ­ber 2011. Skugga­hverfið fékk ein­hverra hluta vegna að rísa. Það var tákn­rænt þegar bank­arnir hrundu eins og spila­borg 7. til 9. októ­ber 2008 að húsin stóðu meira og minna tóm í Skugga­hverfi. Eins og fokk­merki í jaðri mið­borg­ar­inn­ar, sem kall­að­ist ágæt­lega á við fræg­ustu skilta­skila­boð Bús­á­halda­­bylt­ing­ar­inn­ar; Hel­vítis fokk­ing fokk. Nú, fimm árum síð­ar, er meira líf í hús­unum í hverf­inu, en ytra útlit þeirra og umgjörð er eins og klippt út úr hlut­verka­leiknum Cyber­punk eftir Mike Pondsmith. Dimmt, hátt, dökkt og drunga­­legt. Alveg eins og í fyrstu útgáfu Cyber­punk­­sög­unn­ar, sem á að ger­ast 2020, það er eftir sjö ár. Það þarf reyndar ýmis­legt að ganga á ef sagan hjá Pondsmith á að ganga eft­ir. Þar ber lík­lega hæst að allir íbúar hverf­is­ins þurfa að víg­bú­ast óhemju öfl­ugum skot­vopnum og vera til­búnir að drepa og verja sig af mik­illi festu fyrir skyndi­ árás­um. En grín­laust er hin dimma ásýnd Skugga­hverf­is­ins – sem
 er reyndar rétt­nefni í ljósi áhrifa á nærum­hverfið – ekki það sem mið­borgin þurfti á að halda. Að byggja lúxus­í­búðir fyrir mold­­
­ríka í mið­borg­ar­jaðr­inum með sjáv­ar­út­sýni er ein­kenni­lega skýr birt­ing­ar­mynd þess að vilja setja hina ríku á hærri stall en aðra sam­fé­lags­þega. Þetta átti ágæt­lega við um efna­hags­bóluna en er eins og minn­is­varði um hana í dag. Auk þess reynd­ist hverfið inni­halds­ríkt af alls kyns hönn­un­ar­göllum og innri mein­um. Svipað og efna­hags­und­rið. Flísar hrundu utan af hús­unum á tíma­bili og sköp­uðu stór­hættu fyrir veg­far­endur í næsta nágrenni. Gall­arnir hafa verið upp­spretta dóms­mála sem íbúar hafa höfð­að. Því verður þó ekki á móti mælt að íbúð­irnar í hús­unum í Skugga­hverfi eru margar hverjar glæsi­leg­ar.

2. Höfða­torg



höfðatúnsturn-6

Í Höfða­torgi mikið er líf. Ham­borg­arafa­brikkan er á neðstu hæð­inni. Þar er jafnan margt um mann­inn og mikið fjör, íslensk tón­list og ham­borg­ar­ar. Það er blanda sem klikkar ekki (sem ein­lægur aðdá­andi Rún­ars Júl heit­ins finnst mér alltaf nota­legt að hitta hann þegar inn á stað­inn er kom­ið!). Þá hefur smátt og smátt færst líf
 á hæðir húss­ins og hýsir það nú marg­vís­lega starf­semi. Sam­herji, Fjár­mála­eft­ir­litið og lög­manna­­stofan BBA Legal eru með starf­semi í hús­inu. Pen­ing­arnir flæða því um starf­semi sem er þarna, svo mikið er víst. En þrátt fyrir þetta er húsið ævin­týra­lega ljótt og hálf­gerður minn­is­varði um að verk­takar hafi fengið of lausan taum­inn. Bygg­ing húss­ins og ákvörð­unin um hana ætti að vera veru­leiki í hinum frá­bæru þáttum The Wire, þar sem pen­inga­þvættið blómstrar í verk­taka­brans­anum í Baltimore, en ekki í alvör­unni í Reykja­vík. Reyndar er Höfða­torg í ágætu sam­ræmi við þunglama­legt skipu­lag í Borg­ar­túni og nærum­hverfi þess (núna eru fimm bygg­inga­kranar í bak­garði Borg­ar­túns 26. Taldi Ali­ber þá með um dag­inn?)

Ein mögnuð und­an­tekn­ing er frá skipu­lags­slys­inu. Það er hið magn­aða lista­verk Obtusa eftir Raf­ael Barri­os, sem stendur fyrir utan Höfða­torg í miðju hring­torgi. Ég geng alla daga í gegnum Borg­ar­­tún­ið, fram og til baka, og það gleður alltaf að sjá verkið úr fjar­lægð, svo í nálægð og svo lifnar það aftur við þegar komið er fram­hjá því. Þessi fimi Barrios með víddir er óskilj­an­leg snilld.

1. Turn­inn í Kópa­vogi



Kópavogsturn-4

Í Kópa­vogi er 20 hæða turn sem hýsir marg­vís­lega starf­semi. Hann er til margra hluta nýti­leg­ur. Í honum eru versl­an­ir, tann­lækna­stofa, end­ur­skoð­un­ar­skrif­stofa, ýmiss konar ráð­gjaf­ar­verk­efni, banki, lík­ams­rækt­ar­stöð, veit­inga­hús og marg­vís­leg önnur starf­semi. Það má segja að í þessu húsi blóm­stri þver­skurður af atvinnu­lífi lands­ins, frá smáum fyr­ir­tækjum til stórra. Það er því ekki inni­haldið í hús­inu sem er gagn­rýni­vert, heldur útlit þess og stað­setn­ing. Hverjum datt það í hug að setja þennan turn á lægsta punkt­inn í Smára­hverf­inu í Kópa­vogi, með brekku­byggð nær allt í kring? Svo virð­ist sem ein­beittur vilji til þess að skyggja á útsýni sem flestra hafi ráðið för þegar þessi bygg­ing var heim­il­uð. Eins og áður segir nýt­ist turn­inn ágæt­lega til atvinnu­sköp­unar en það lítur út eins og ein­hver hafi misst hann úr mik­illi hæð og hann hafi troð­ist þarna niður í Smár­an­um. Í hróp­andi ósam­ræmi við umhverfi sitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None