Traust til Alþingis og lögreglu minnkar - flestir treysta Landhelgisgæslunni

Al--ingi.jpg
Auglýsing

Flestir lands­menn bera traust til Land­helg­is­gæsl­unn­ar, að því er fram kemur í nýrri könnun Gallup á trausti almenn­ings til stofn­ana. Traust til stofn­un­ar­innar minnkar hins vegar um átta pró­sentu­stig á milli ára.

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum bera 81 pró­sent aðspurðra traust til Land­helg­is­gæsl­unn­ar, en næst á eftir kemur lög­reglan með 77 pró­sent og Há­skóli Íslands situr í þriðja sæti list­ans með traust 72 pró­senta aðspurða. Þrjú efstu sætin tóku engum breyt­ingum á milli kann­anna.

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara nýtur trausts 61 pró­sents lands­manna, og á sæti í fjórða sæti list­ans, þar á eftir kemur heil­brigð­is­kerfið með 60 pró­sent, og umboðs­maður Alþingis nýtur trausts 60 pró­senta aðspurða, en traust til emb­ætt­is­ins hækkar um sjö pró­sentu­stig á milli ára.

Auglýsing

Traust almenn­ings til Alþingis mælist átján pró­sent og minnkar um sex pró­sentu­stig á milli ára og þá minnkar traust þjóð­ar­innar til lög­reglu um sex pró­sent á sama tíma.

Þjóðin ber litlu meira traust til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins en Alþing­is, en 21 pró­sent aðspurða báru traust til stofn­un­ar­inn­ar. Íslenska banka­kerfið nýtur afger­andi minnsta trausts almenn­ings, en sam­kvæmt könnun Gallup treysta 12 pró­sent þjóð­ar­innar banka­kerf­inu, miðað við 14 pró­sent í fyrra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None