Íslenskt atvinnulíf greiðir 30 milljörðum króna meira í tryggingagjöld á árinu 2015 en þau gerðu 2008, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi hríðlækkað. Samtals nema greiðslur íslenskra fyrirtækja vegna tryggingagjalds um 74 milljörðum króna í ár. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009 til 2011 til að standa undir auknum greiðslum atvinnuleysisbóta, sem hafa nú dregist mjög saman. Atvinnutryggingagjaldið hefur síðan lækkað en almenna tryggingagjaldið nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar króna árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar króna í ár, að óbreyttu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ríkisstjórnina hafa rofið sátt við atvinnulífið með því að lækka ekki tryggingagjaldið. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál."
Í Fréttablaðinu er haft eftir Þorsteini að tryggingjagjaldið sé slæmur skattstofn til að fjármagna opinber útgjöld. Eftir því sem gjaldið hækkar dragi úr getu og vilja fyrirtækja til að ráða nýtt fólk til starfa,sérstaklega hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar