„Týnda hægrið“ sem finnur sér hvergi heimili í þjóðfélaginu

14097534298_f246440b68_z-1.jpg
Auglýsing

„Við sjáum einnig að í hinu póli­tíska lands­lagi er einn hópur sem finnur sér hvergi heim­ili í því þjóð­fé­lagi sem er í þróun hér á landi og það eru hóf­samir hægri menn og allt að því jafn­að­ar­menn - „týnda hægrið.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri grein­ingu ráð­gjafa- og rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Verdicta á póli­tísku lands­lagi á Íslandi í jan­úar 2015.

„Þetta er kjarn­inn í hinum gamla Sjálf­stæð­is­flokki sem er að stórum hluta ekki hlynntur stjórn­völdum í grunn­inn þó að dæmi séu um að sumir í þessum hóp kjósi stjórn­völd þá er það oft gert með hálfum huga og meira af því að þeim líst enn verr á hina flokk­ana sem eru í boð­i,“ að því er fram kemur í grein­ingu Verdicta.

Öfl­ugur hópur með mikil áhrifÞá segir að þessi hópur fólks íhugi í auknum mæli að flytj­ast af landi brott, því þeim finn­ist margt í stjórnun lands­ins and­stætt þeirra grunn­gildum um hvernig landið eigi að þró­ast. Hópnum finn­ist mis­skipt­ing innan sam­fé­lags­ins vera orðin of mik­il, stjórn­völd hygli um of hags­muna­hópum á kostnað almenn­ings á sama tíma og þau skera niður fjár­veit­ingar til mátt­ar­stólpa þjóð­fé­lags­ins eins og heil­brigð­is­kerf­is­ins og RÚV og fleira, gegn vilja fólks­ins í land­inu.

„Þetta er slæmt fyrir fyrir stjórn­völd því í „týnda hægrinu“ er að finna mátt­ar­stólpa borg­ara­stétt­ar­innar sem á margan hátt var límið í sam­fé­lag­inu, afl­aði mik­illa skatta, virti lög og reglur og var brú og sátt­ar­stoð á milli þeirra sem mikil efni höfðu og þeirra sem áttu minnst. Ekki skal heldur gleyma því að innan „týnda hægr­is­ins“ er margt öfl­ugt fólk sem hefur góðan aðgang að fjöl­miðlum og getur haft mikil áhrif á hina póli­tísku umræð­u.“

Auglýsing

Stjórn­mála­menn grafa sína eigin gröfÍ grein­ingu Verdicta er full­yrt að sam­hliða áhuga­leysi stjórn­valda á þörfum og sjón­ar­miðum yngra fólks, fari áhugi þessa hóps á því sem fram fer á meðal ráða­manna þver­andi. Þetta sjá­ist best á minnk­andi kosn­inga­þátt­töku á meðal ungs fólks. „Mjög lítið (er) gert af því að taka til­lit til þarfa ungs fólks, svo unga fólkið hættir bara að skipta sér af. Ef hið póli­tíska kerfi ætlar að halda áframa að starfa og vinna úr takti við meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar, heldur gjáin áfram að stækka. [...] Litlar klíkur hafa náð tökum á kerf­inu og fleiri og fleiri snúa við þeim baki. Þetta er eins og í fram­halds­skóla þar sem lítil og lokuð klíka nær tökum á nem­enda­fé­lagi og félags­lífi, á end­anum hætta allir aðrir en fylg­is­menn klíkunnar að mæta á við­burði og félags­lífið fellur um sjálft sig.“

Þá segir í grein­ingu Verdicta að þrátt fyrir óánægju almenn­ings með sitj­andi rík­is­stjórn, sakni fólk nýrra val­kosta. Stór hluti fólks sé til að mynda búinn að gef­ast upp á vinstri flokk­unum eftir setu þeirra í rík­is­stjórn. „Fólki finnst sem að þeir sem séu í for­ystu í vinstri flokk­unum séu algjör­lega gagns­laus­ir, verk­litlir, hafi litla getu til að stýra land­inu og séu upp til hópa fólk í leit að þægi­legri inni­vinn­u.“ Í grein­ingu Verdicta er stjórn­ar­and­staðan gagn­rýnd harð­lega fyrir getu­leysi, skort á dugn­aði og fyrir að nýta sér ekki þau fjöl­mörgu umdeildu mál á þingi sem skyldi til að vekja á sér athygli. „Fólki finns eins og stjórn­ar­and­staðan sé eins slöpp og hugs­ast get­ur.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None