Um 30 milljarðar í upplýsingatækniþjónustu hjá ríkinu frá 2007

fjarmalaradherrafjarlog-1-715x320.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið keypti upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu fyrir 30,4 millj­arða króna á árunum 2007 til 2013. Kaup á slíkri þjón­ustu hafa auk­ist ár frá ári og voru hæst í fyrra, þegar 4,9 millj­arðar króna fóru í slík kaup. Á síð­asta ári eyddi emb­ætti rík­is­skatt­stjóra hæstri fjár­hæð í aðkeypta þjón­ustu frá upp­lýs­inga­fyr­ir­tækj­um, eða 377 millj­ónum króna. Þetta kemur fram í skrif­legu svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Píratans Helga Hrafns Gunn­ars­sonar sem lagt var fram á Alþingi í dag.

Umfram­greiðslur liggja ekki fyrirHelgi Hrafn spurði líka um hvaða til­teknu við­skipti við upp­lýs­inga­fyr­ir­tæki hafi ekki farið í gegnum útboðs­ferli á þessu tíma­bili, 2007-2013, en hafi nú þegar leitt til heild­ar­greiðslna sem nema meira en gild­andi við­mið­un­ar­fjár­hæðum þess tíma þegar hver samn­ingur var und­ir­rit­að­ur, og hver ástæða þess hafi verið að ekki var farið í útboð í þeim til­fell­um.

Í svari ráð­herr­ans seg­ir:  „ Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur ekki tök á að greina út frá fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­upp­lýs­ingum hvaða við­skipti við upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tæki fóru í útboðs­ferli á árunum 2007–2013. Þá liggur ekki fyrir í hvaða við­skiptum heild­ar­greiðslur fóru umfram við­mið­un­ar­fjár­hæðir á hverjum tíma. Ástæða þess er að inn­kaup rík­is­ins sem byggð eru á útboðum eða ramma­samn­ingum eru ekki sér­merkt í fjár­hags­kerfi rík­is­ins. Hins vegar fara fram útboð á sviði upp­lýs­inga­tækni­mála reglu­lega og samn­ingar sem gerðir eru á grund­velli þeirra geta náð yfir fjölda ára. Einnig eru í gildi ramma­samn­ingar á sviði upp­lýs­inga­tækni­mála og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Rík­is­kaupum var velta þess­ara samn­inga á árinu 2013 um 1,6 millj­arðar kr.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None