Um 64 prósent nýrra íbúðalána í fyrra voru verðtryggð

9954417613_8888c2a1ab_z.jpg
Auglýsing

Alls voru um 64 pró­sent nýrra íbúða­lána sem tekin voru á árinu 2014 verð­tryggð.  Það er mikil breyt­ing frá árinu 2013 þegar 38 pró­sent nýrra íbúða­lána voru verð­tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu Seðla­banka Íslands um fjár­mála­stöð­ug­leika sem birt var á mið­viku­dag.

Alls nam fjár­hæð nýrra íbúða­lána á síð­asta ári 123,3 millj­örðum króna. Þegar úið var að taka til­lit til upp­greiðslna á lánum nam hrein fjár­hæð þeirra 42,8 millj­örðum króna. Báðar töl­urnar eru nán­ast þær sömu og þær voru árið 2013.

Í skýrsl­unni segir að raun­vextir verð­tryggra lána hafi framan af ári verið lægri en á óverð­tryggðum lán­um. Það geti að ein­hverju leyti skýrt aukna eft­ir­spurn eftir verð­tryggðum lán­um. „Hins vegar hefur dregið saman með raun­vöxtum verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána á síð­ustu mán­uðum en ekki er að sjá að það hafi slegið á eft­ir­spurn eftir verð­tryggðum lán­um. Auk þess hefur fast­eigna­verð hækkað meira en laun og ráð­stöf­un­ar­tekjur síð­ustu miss­eri og þar sem greiðslu­byrði verð­tryggðra lána er lægri í upp­hafi láns­tím­ans sækja ein­stak­lingar í verð­tryggð lán.“

Auglýsing

Í skýrsl­unni er sér­stak­lega tekið fram að vægi 40 ára verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána hafi auk­ist og sagt að það geti verið leið heim­ila til að mæta hækkun fast­eigna­verðs. Einnig sé lík­legt að auknar vin­sældir 40 ára verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána hafi stuðlað að hækkun fast­eigna­verðs þar sem svig­rúm til lán­töku verður meira með slíkum lán­um.

Fram­sókn ætl­aði að afnema verð­trygg­inguÍ stefnu­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar 2013 kom skýrt fram að flokk­ur­inn ætl­aði sér að afnema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Undir þeim lið sagði: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ingar neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga til að und­ir­búa breyt­ingar á stjórn efna­hags­mála sam­hliða afnámi verð­trygg­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars til að tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­stigi óverð­tryggðra lána. Starfs­hóp­ur­inn skili nið­ur­stöðum fyrir árs­lok 2013.“

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks var fjallað nokkuð mikið um verð­trygg­ingu. Þar kom meðal ann­ars fram að leið­rétta ætti verð­tryggð lán sem hefðu orðið fyrir verð­bólgu­skoti og að sam­hliða þeirri skulda­leið­rétt­ingu ætti að „breyta sem flestum verð­tryggðum lánum í óverð­tryggð“.

Starf­hópur um afnám verð­trygg­ingu skil­aði af sér í fyrra og komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekki ætti að afnema verð­trygg­ingu.

Vilja banna vin­sæl­ustu láninBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á mið­viku­dag að ekki standi til að afnema verð­trygg­inga. Þess í stað skoði rík­is­stjórnin að lengja lág­marks­tíma verð­tryggra lána í tíu ár og stytta hámarks­tíma þeirra úr 40 árum í 25 ár. Unnið sé að frum­varpi um breyt­ingar á verð­tryggðum lánum í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og mögu­legt er að það verði lagt fram á haust­þingi.

Sam­kvæmt skýrslu Seðla­bank­ans um fjár­mála­stöð­ug­leika eru verð­tryggð lán til 40 ára, sem rík­is­stjórnin vill banna, þau lán sem eiga mestri vin­sæld­ar­aukn­ingu að fagna á meðal íslenskra íbúða­eig­enda.

Alls eru verð­tryggð hús­næð­is­lán Íslend­inga um 1.200 millj­arðar króna. Í lok síð­asta árs hóf rík­is­stjórnin að greiða hluta þeirra Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 um 80 millj­arða króna úr rík­is­sjóði vegna verð­bólgu þeirra ára.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None