Um 64 prósent nýrra íbúðalána í fyrra voru verðtryggð

9954417613_8888c2a1ab_z.jpg
Auglýsing

Alls voru um 64 pró­sent nýrra íbúða­lána sem tekin voru á árinu 2014 verð­tryggð.  Það er mikil breyt­ing frá árinu 2013 þegar 38 pró­sent nýrra íbúða­lána voru verð­tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu Seðla­banka Íslands um fjár­mála­stöð­ug­leika sem birt var á mið­viku­dag.

Alls nam fjár­hæð nýrra íbúða­lána á síð­asta ári 123,3 millj­örðum króna. Þegar úið var að taka til­lit til upp­greiðslna á lánum nam hrein fjár­hæð þeirra 42,8 millj­örðum króna. Báðar töl­urnar eru nán­ast þær sömu og þær voru árið 2013.

Í skýrsl­unni segir að raun­vextir verð­tryggra lána hafi framan af ári verið lægri en á óverð­tryggðum lán­um. Það geti að ein­hverju leyti skýrt aukna eft­ir­spurn eftir verð­tryggðum lán­um. „Hins vegar hefur dregið saman með raun­vöxtum verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána á síð­ustu mán­uðum en ekki er að sjá að það hafi slegið á eft­ir­spurn eftir verð­tryggðum lán­um. Auk þess hefur fast­eigna­verð hækkað meira en laun og ráð­stöf­un­ar­tekjur síð­ustu miss­eri og þar sem greiðslu­byrði verð­tryggðra lána er lægri í upp­hafi láns­tím­ans sækja ein­stak­lingar í verð­tryggð lán.“

Auglýsing

Í skýrsl­unni er sér­stak­lega tekið fram að vægi 40 ára verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána hafi auk­ist og sagt að það geti verið leið heim­ila til að mæta hækkun fast­eigna­verðs. Einnig sé lík­legt að auknar vin­sældir 40 ára verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána hafi stuðlað að hækkun fast­eigna­verðs þar sem svig­rúm til lán­töku verður meira með slíkum lán­um.

Fram­sókn ætl­aði að afnema verð­trygg­inguÍ stefnu­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar 2013 kom skýrt fram að flokk­ur­inn ætl­aði sér að afnema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Undir þeim lið sagði: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ingar neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga til að und­ir­búa breyt­ingar á stjórn efna­hags­mála sam­hliða afnámi verð­trygg­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars til að tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­stigi óverð­tryggðra lána. Starfs­hóp­ur­inn skili nið­ur­stöðum fyrir árs­lok 2013.“

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks var fjallað nokkuð mikið um verð­trygg­ingu. Þar kom meðal ann­ars fram að leið­rétta ætti verð­tryggð lán sem hefðu orðið fyrir verð­bólgu­skoti og að sam­hliða þeirri skulda­leið­rétt­ingu ætti að „breyta sem flestum verð­tryggðum lánum í óverð­tryggð“.

Starf­hópur um afnám verð­trygg­ingu skil­aði af sér í fyrra og komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekki ætti að afnema verð­trygg­ingu.

Vilja banna vin­sæl­ustu láninBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á mið­viku­dag að ekki standi til að afnema verð­trygg­inga. Þess í stað skoði rík­is­stjórnin að lengja lág­marks­tíma verð­tryggra lána í tíu ár og stytta hámarks­tíma þeirra úr 40 árum í 25 ár. Unnið sé að frum­varpi um breyt­ingar á verð­tryggðum lánum í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og mögu­legt er að það verði lagt fram á haust­þingi.

Sam­kvæmt skýrslu Seðla­bank­ans um fjár­mála­stöð­ug­leika eru verð­tryggð lán til 40 ára, sem rík­is­stjórnin vill banna, þau lán sem eiga mestri vin­sæld­ar­aukn­ingu að fagna á meðal íslenskra íbúða­eig­enda.

Alls eru verð­tryggð hús­næð­is­lán Íslend­inga um 1.200 millj­arðar króna. Í lok síð­asta árs hóf rík­is­stjórnin að greiða hluta þeirra Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 um 80 millj­arða króna úr rík­is­sjóði vegna verð­bólgu þeirra ára.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None