Í kringum tíu mál eru í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu þar sem fyrirtæki á póst- og flutningamarkaði telja að Íslandspóstur, sem er í eigu ríkisins, misnoti aðstöðu sína til að skapa óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og þeirrar set markaðsstöðu sem sem fyrirtækið hefur skapað sér í gegnum tíðina. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Frumkvæðisrannsókn Samkeppniseftirlitsins á atferli Íslandspóst hófst fyrir meira en sex árum síðan, á árinu 2008. Síðan þá hafa enn fleiri ný mál gegn fyrirtækinu bæst við. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að þessar tafir sem orðið hafa á meðferð málanna séu vegna mikils álags á stofnunina sem hefur átt sér stað samfara lækkun á fjárheimildum sem renna til hennar.
Hann segir að eftirlitið hafi átt í viðræðum við Íslandspóst frá árinu 2013 til að leiða málið til lykta, en það liggi ekki fyrir á þessu stígi hvert viðræðurnar leiða. Viðræðurnar séu enn í gangi og Páll vonast til að ljúka flestum málanna á næstunni. Páll segir að það sé ekki hægt að draga sjálfkrafa þá ályktun að Íslandspóstur hafi viðurkennt sekt útúr því að málið sé í sáttarmeðferð.
Kvörtuðu yfir því að fólk sendi færri bréf
Þessar fréttir koma nokkrum dögum eftir að Íslandspóstur sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði að þróun bréfamagns hér á landi, hafi nú verulega neikvæð áhrif á afkomu bréfadreifingar fyrirtækisins og að gera megi ráð fyrir að „tekjur af bréfadreifingu hefðu verið um 1.800 milljónum króna á árinu 2014 ef verð hefði breyst í samræmi við vísitölu neysluverðs og magn hefði haldist óbreytt frá árinu 2007.“
Tilkynningin, sem send var til fjölmiðla þann 19. febrúar síðastliðinn, var með fyrirsögn um að fækkun bréfa, sem sagt minni notkun fólks á bréfasendinum til samskipta, hafi haft „alvarleg áhrif á afkomu Íslandspósts“.
Gera má ráð fyrir að tækniþróun eigi þarna mikinn hlut að máli, enda bréfasendingar ekki eins og mikið notaðar til samskipta og upplýsingaskipta nú eins og á árum áður, þegar internetið hafði ekki umbylt samskiptamöguleikum.
Gera má ráð fyrir að tækniþróun eigi þarna mikinn hlut að máli, enda bréfasendingar ekki eins og mikið notaðar til samskipta og upplýsingaskipta nú eins og á árum áður, þegar internetið hafði ekki umbylt samskiptamöguleikum.
„Spá Íslandspósts gerir ráð fyrir enn frekari magnminnkun á næstu árum en gert er ráð fyrir að hún geti orðið allt að 30% til ársloka 2019,“ segir í tilkynningu Íslandspósts.
Í tilkynningunni kvartaði Íslandspóstur enn fremur undan því að kvaðir um póstdreifingu séu enn þær sömu og áður, og dreifikerfið haldi áfram að stækka, með fleiri póstlúgum.
„Burðargjöld eru lægst á Íslandi samanborið við Norðurlöndin, Bretland og Þýskaland samkvæmt nýútkominni skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar í Svíþjóð en á sama tíma eru hlutfallslega fæst bréf á íbúa hér á landi. Íslandspóstur hefur um nokkurt skeið gert tillögur til stjórnvalda um breytingar á fyrirkomulagi bréfadreifingar til þess að mæta auknum kostnaði og minnkandi tekjum af bréfum, en ekki er búið að fallast á þær breytingar enn sem komið er.“
Netverslun styrkist hratt
Eitt svið þar sem rekstur Íslandspósts hefur verið að styrkjast á undanförnum árum er í afgreiðslu á póstverslun með vöru sem íslenskir neytendur panta í gegnum internetið, en Íslandspóstur rekur fjölmargar póstafgreiðslustöðvar víða um land. Í Fréttablaðinu í dag er til að mynda sagt frá því að aukning á póstverslun frá Kína á milli áranna 2013 og 2014 hafi verið 137 prósent samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands.
Að baki stærstum hluta póstverslunarinnar frá Kína er netverslunin Aliexpress, sem tilheyrir Alibaba samstæðunni. Ljóst er að fríverslunarsamingur Íslands og Kína, sem tók gildi 1. júlí í fyrra, hefur skipt sköpum fyrir aukningi í þessari verslun. Við gildistöku hans féllu niður tollar á 96 prósentum vara sem frá Kína koma.