Ungir sjálfstæðismenn vara við kaupum á skattaskjólsgögnum

319-Tortola-Road-Town-Blick-von-Kammstrasse.jpg
Auglýsing

Heimdall­ur, félag ungra sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, er á móti því að ríkið kaupi gögn um eignir Íslend­inga í skatta­skjólum ef gagn­anna var aflað með ólög­mætum hætti.

Í ályktun sem Heimdallur sendi frá sér í morgun segir að afar slæmt for­dæmi muni skap­ast ef „greiða á ein­stak­lingum verð­launafé fyrir að afla sönn­un­ar­gagna þegar lög­legar heim­ildir sem ríkið hefur til öfl­unar sönn­un­ar­gagna bresta.“ Ekki eigi að borga tölvu­þrjóti verð­launafé fyrir að brjót­ast inn í fjár­mála­stofn­anir og stela upp­lýs­ing­um.

Þá segja Heim­dell­ingar að alls óvíst sé hversu not­hæf gögnin úr skatta­skjólum eru og hvort þau muni skila til­ætl­uðum árangri. Einnig sé lík­legt að féð sem íslenska ríkið myndi eyða í kaup á gögn­unum yrði í fram­hald­inu notað til að fjár­magna ólög­lega starf­semi. „Fé­lagið for­dæmir skatt­svik og telur mik­il­vægt að þau séu upp­rætt, en minnir á að til­gang­ur­inn helgar ekki alltaf með­al­ið,“ segir að lokum í álykt­un­inni.

Auglýsing

Í gær greindi Bryn­dís Krist­jáns­dóttir rík­is­skatt­stjóri frá því að emb­ætti hennar myndi ganga til samn­inga við aðil­ann sem hefur boðið til sölu lista yfir rúm­lega 400 Íslend­inga sem eiga eignir í skatta­skjól­um. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra, hefur lýst yfir vilja ráðu­neyt­is­ins til að fá gögn­in. Þeim sem ekki taki þátt í sam­fé­lags­legum skyldum með því að borga skatta verði ekki gefin nein grið.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None