Nýjustu uppljóstranir WikiLeaks, sem sýna að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um þrjá forseta Frakklands og hlerað símtöl þeirra, verða að teljast með nokkrum ólíkindum. Atburðarás sem þessi gæti frekar verið í spennumynd með öllum helstu steríótýpum Hollywood frekar en í raunveruleikanum.
Samkvæmt gögnunum stóðu njósnirnar yfir á árunum 2006 til 2012 og var það NSA, Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, sem bar ábyrgð á þeim.
Hvað sem fólki kann að finnast um þetta framferði Bandaríkjanna, þá er það upplýsandi fyrir almenning að fá þessar upplýsingar fram. Svo virðist sem ekkert sé heilagt þegar kemur að valdabrölti í alþjóðastjórnmálunum. Lekar WikiLeaks hafa margir hverjir sýnt þetta glögglega.
Megi þeir verða fleiri...