Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar gagnrýnir RÚV

Kristján Loftsson
Auglýsing

Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, gagn­rýnir frétta­stofu RÚV fyrir skort á frétta­flutn­ingi og umfjöllun um eld­gosið í Holu­hrauni, í stöðu­upp­færslu sem hann birtir á Face­book síðu sinni.

Til­efnið er stór­feng­legt mynd­band á vegum Arti­oFilms eftir Jón Gúst­afs­son, sem hægt er að horfa á hér að neð­an. Svo virð­ist sem að kvik­mynda­gerð­ar­menn­irnir hafi notið þjón­ustu Reykja­vík Hel­ecopters við gerð mynd­bands­ins, en nafn þyrlu­flug­fé­lags­ins er getið í mynd­band­inu.

Auglýsing

Kallar Ómar Ragn­ars­son fljúg­andi eft­ir­launa­þegaÍ stöðu­upp­færslu sinni skrifar upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar: "Lét eftir mér að horfa á þetta glæsi­lega mynd­band og fór í fram­hald­inu að velta fyrir mér hve lítið er ann­ars fjallað um þá ein­stöku atburði sem eiga sér stað fyrir norðan Vatna­jök­ul. Ég hef t.d ekki séð slík mynbönd hjá sjón­varpi allra lands­manna, RÚV. Mér finnst bæði Morg­un­blaðið og Frétta­blaðið hafa að mörgu leyti staðið sig vel í umfjöllun um gosið og ekki er hægt að van­þakka fram­laga Stöðvar 2 með KMU (Krist­ján Már Unn­ars­son) í broddi fylk­ing­ar."

Þá fjallar Sig­urður Már um þróun eld­goss­ins og skrifar að lok­um: "Gosið er að sögn jarð­fræð­inga ein­stakt og til lands­ins streyma erlendir fræði­menn. En það vantar að rekja hina ein­stöku þróun þess bet­ur. Skyldi sjón­varp allra lands­manna hafa áhuga á slíku eða er bara treyst á til­fallandi innslög fljúg­andi eft­ir­launa­þega?"

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None