Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Bandalag háskólamann (BHM) sé stýrt af Samfylkingunni. Hann spyr sig hvort forysta BHM sé trúverðug og hvort hægt sé að eiga í viðræðum við félagið á meðan að því er stýrt af Samfylkingunni. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Gunnar Bragi setti á Facebook í gærkvöldi. Þar segir hann einnig: "Framkvæmdastjóri félagsins er augljóslega hvergi hætt í pólitík," og á þar við Þórunni Sveinbjarnardóttur, sem sat lengi á þingi og gengdi ráðherraembætti fyrir Samfylkinguna.
http://www.visir.is/skipun-sattanefndar-til-thess-fallin-ad-tefja-lausn-kjaradeilunnar/article/2015150609168Spurning...Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Saturday, June 6, 2015
Tilefni færslunar var frétt Vísis um skipun sérstakrar sáttarnefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, en ríkisstjórnin samþykkti að skipa hana á fundi sínum á föstudag. Sáttarnefndin myndi starfa á grundvelli laga frá árinu 1938. Þórunn sagði í frétt Vísis að skipun sáttarnefndarinnar væri ótímabær og til þess fallin að tefja kjaradeiluna. Hún sagðist auk þess ekki trúa því að ríkisstjórnin myndi treysta sér til að samþykkja lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga, en Fréttablaðið greindi frá því í gærmorgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist.
Félagsmenn BHM hafa verið í verkfalli í rúmar áttar vikur.