Útlendingarstofnun of fámenn til að sinna hlutverki sínu

kristin-11.jpg
Auglýsing

„Út­lend­inga­stofnun er enn of fámenn til að henni sé unnt að sinna hlut­verki sínu með við­un­andi hætt­i“. Þetta kemur fram í ávarpi Krist­ínar Völ­und­ar­dótt­ur, for­stjóra Útlend­inga­stofn­un­ar, í árs­skýrslu stofn­un­ar­innar fyrir árið 2013 sem var birt á vef hennar fyrr í dag. Til að bæta úr þessu ástandi þurfi að halda „áfram að berj­ast fyrir þeim mannauði sem nauð­syn­legur er stofnun sem þess­ari og fá til starfa land­fræð­inga, gæða­stjóra og upp­lýs­inga­full­trúa svo eitt­hvað sé nefnt og þá er nauð­syn­legt að hlúa að þeim starfs­mönnum sem fyrir eru“.

Kjarn­inn greindi fyrr í dag frá því að umsóknum um hæli á Íslandi hafi verið fimm­falt fleiri í fyrra en árið 2009.

Mót­töku­mið­stöð fyrir hæl­is­leit­endurÚt­lend­inga­stofnun hefur oft verið harð­lega gagn­rýnd í opin­berri umræðu vegna með­ferðar á umsóknum ýmissa hæl­is­leit­enda. Í ávarp­inu segir Kristín að það vilji oft gleym­ast að hjá „stofn­un­inni starfar fólk sem fer eftir þeim lögum og reglum sem Alþingi og ráðu­neyti hefur sett mála­flokknum og að mark­mið starfs­manna er að gera eins vel við við­skipta­vini og unnt er innan þess ramma“.

Kristín segir í ávarp­inu að mjög áhuga­verðar breyt­ingar hafi jafn­framt átt sér stað nýverið hjá stofn­un­inni og megi þar „nefna laga­breyt­ingar er snúa að kæru­nefnd útlend­inga­mála, heim­ild til flýti­með­ferðar í til­teknum málum og auknum heim­ildum til veit­ingar dval­ar­leyfa til hæl­is­leit­enda sem ekki telj­ast flótt­menn en hafa þurft að bíða lengi eftir nið­ur­stöðu í sínu máli. Þess er að vænta að fleiri breyt­ingar eigi sér stað á árinu 2014, bæði er snúa að verk­ferlum og máls­með­ferð stofn­un­ar­inn­ar, auk þess sem vonir standa til að ráðu­neytið setji á fót mót­töku­mið­stöð fyrir hæl­is­leit­endur sem hingað koma. Því eru spenn­andi og áhuga­verði tímar framund­an“.

Auglýsing

Ein­ungis 16 pró­sent fékk hæliÍ frétt Kjarn­ans sem birt­ist fyrr í dag kom fram að ein­ungis 16 pró­sent þeirra 172 sem sóttu um hæli á Íslandi í fyrra hefðu fengið slíkt. Í ávarpi Krist­ínar segir að starfs­árið 2013 hefði verið óvenju­legt vegna þess að „í fyrsta skipti kom til lands­ins skyndi­leg og óút­skýrð bylgja af hæl­is­leit­endum frá til­teknum lönd­um. Fljót­lega eftir ára­mót fór að bera á komum fjöl­skyldna frá Króa­tíu en flestir komu á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Á tíma­bil­inu mars til sept­em­ber kom síðan fjöldi ein­stak­linga frá Alban­íu. Þessir tveir hópar sam­an­stóðu af 89 ein­stak­ling­um“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None