Útlit fyrir að ferðamenn verði 1,5 milljón talsins á næsta ári

9555626958-b9587a5779-z.jpg
Auglýsing

Miðað við farþegaspá Icelandair, aukin umsvif WOW Air og umsvif annarra flugfélaga þá má búast við að ferðamenn verði um 1,5 milljón talsins á Íslandi árið 2016. Frá þessu greinir frétta- og ferðasíðan Túristi.is í dag. Í umfjöllun túrista er rýnt í umsvif flugfélaga og áætlanir þeirra fyrir næsta ár heimfærðar á heildarfjölda ferðamanna.

Í síðustu viku tilkynntu forsvarsmenn Icelandair að þeir áformi að farþegum félagsins fjölgi um 15 prósent á næsta ári, sem er álíka vöxtur og árið á undan. Icelandair stendur undir nærri tveimur af hverjum þremur ferðum til og frá Keflavíkurflugvelli og hefur erlendum ferðamönnum hérlendis fjölgað hlutfallslega nokkru meira en aukningin hefur verið hjá Icelandair, segir í umfjöllun Túrista. „Á þessu ári fjölgar farþegum Icelandair um 17 prósent en eins og áður segir lítur út fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 27 prósent í ár. Farþegaspá Icelandair er því góð vísbending um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og ef tengslin milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldast nokkuð óbreytt má búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári. Sjö árum fyrr en sérfræðingar Boston Consulting Group spáðu fyrir um í hittifyrra. Fyrr í ár spáði Landsbankinn því að þessu marki yrði náð árið 2017.“

Miðað við fjölda túrista það sem af er ári þá má gera ráð fyrir að þeir verði um 1,3 milljón talsins í ár, samanborið við tæplega milljón í fyrra.

Auglýsing

Samkvæmt útreikningum Túrista, og að því gefnu að skipting milli farþegahópa haldist svipuð í ár og á því næsta, þá munu Icelandair flytja um 630 þúsund erlenda ferðamenn til Íslands á næsta ári, eða 42 prósent þeirra ferðamanna sem áætla má að leggi leið sína þá. WOW Air, annað umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli, gerir auk þess aráð fyrir að stækka flotann um helming. Túristi áætlar að félagið muni flytja að lágmarki um 200 þúsund erlenda ferðamenn til Íslands á næsta ári.

„Ef áform íslensku félaganna tveggja ganga eftir þá munu þau fjölga erlendum ferðamönnum hér á næsta ári um a.m.k. hundrað og þrjátíu þúsund. Öll þau erlendu flugfélög sem hingað fljúga þurfa þá samanlagt að flytja 110.000 fleiri erlenda ferðamenn hingað til lands  á næsta ári svo heildarferðamannafjöldinn verði 1,5 milljónir og ef gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem koma með ferjum haldist óbreyttur,“ segir í ítarlegri umfjöllun Túrista.

Umfjöllun Túrista í heild má lesa hér.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None