Útlit fyrir að ferðamenn verði 1,5 milljón talsins á næsta ári

9555626958-b9587a5779-z.jpg
Auglýsing

Miðað við far­þeg­a­spá Icelanda­ir, aukin umsvif WOW Air og umsvif ann­arra flug­fé­laga þá má búast við að ferða­menn verði um 1,5 milljón tals­ins á Íslandi árið 2016. Frá þessu greinir frétta- og ferða­síðan Túrist­i.is í dag. Í umfjöllun túrista er rýnt í umsvif flug­fé­laga og áætl­anir þeirra fyrir næsta ár heim­færðar á heild­ar­fjölda ferða­manna.

Í síð­ustu viku til­kynntu for­svars­menn Icelandair að þeir áformi að far­þegum félags­ins fjölgi um 15 pró­sent á næsta ári, sem er álíka vöxtur og árið á und­an. Icelandair stendur undir nærri tveimur af hverjum þremur ferðum til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli og hefur erlendum ferða­mönnum hér­lendis fjölgað hlut­falls­lega nokkru meira en aukn­ingin hefur verið hjá Icelanda­ir, segir í umfjöllun Túrista. „Á þessu ári fjölgar far­þegum Icelandair um 17 pró­sent en eins og áður segir lítur út fyrir að erlendum ferða­mönnum fjölgi um 27 pró­sent í ár. Far­þeg­a­spá Icelandair er því góð vís­bend­ing um hversu mikið erlendum ferða­mönnum muni fjölga og ef tengslin milli fjölda far­þega hjá Icelandair og fjölda ferða­manna hald­ast nokkuð óbreytt má búast við að ferða­menn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári. Sjö árum fyrr en sér­fræð­ingar Boston Consulting Group spáðu fyrir um í hitti­fyrra. Fyrr í ár spáði Lands­bank­inn því að þessu marki yrði náð árið 2017.“

Miðað við fjölda túrista það sem af er ári þá má gera ráð fyrir að þeir verði um 1,3 milljón tals­ins í ár, sam­an­borið við tæp­lega milljón í fyrra.

Auglýsing

Sam­kvæmt útreikn­ingum Túrista, og að því gefnu að skipt­ing milli far­þega­hópa hald­ist svipuð í ár og á því næsta, þá munu Icelandair flytja um 630 þús­und erlenda ferða­menn til Íslands á næsta ári, eða 42 pró­sent þeirra ferða­manna sem áætla má að leggi leið sína þá. WOW Air, annað umsvifa­mesta flug­fé­lagið á Kefla­vík­ur­flug­velli, gerir auk þess aráð fyrir að stækka flot­ann um helm­ing. Túristi áætlar að félagið muni flytja að lág­marki um 200 þús­und erlenda ferða­menn til Íslands á næsta ári.

„Ef áform íslensku félag­anna tveggja ganga eftir þá munu þau fjölga erlendum ferða­mönnum hér á næsta ári um a.m.k. hund­rað og þrjá­tíu þús­und. Öll þau erlendu flug­fé­lög sem hingað fljúga þurfa þá sam­an­lagt að flytja 110.000 fleiri erlenda ferða­menn hingað til lands  á næsta ári svo heild­ar­ferða­manna­fjöld­inn verði 1,5 millj­ónir og ef gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem koma með ferjum hald­ist óbreytt­ur,“ segir í ítar­legri umfjöllun Túrista.

Umfjöllun Túrista í heild má lesa hér.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None