Útlit fyrir að ferðamenn verði 1,5 milljón talsins á næsta ári

9555626958-b9587a5779-z.jpg
Auglýsing

Miðað við far­þeg­a­spá Icelanda­ir, aukin umsvif WOW Air og umsvif ann­arra flug­fé­laga þá má búast við að ferða­menn verði um 1,5 milljón tals­ins á Íslandi árið 2016. Frá þessu greinir frétta- og ferða­síðan Túrist­i.is í dag. Í umfjöllun túrista er rýnt í umsvif flug­fé­laga og áætl­anir þeirra fyrir næsta ár heim­færðar á heild­ar­fjölda ferða­manna.

Í síð­ustu viku til­kynntu for­svars­menn Icelandair að þeir áformi að far­þegum félags­ins fjölgi um 15 pró­sent á næsta ári, sem er álíka vöxtur og árið á und­an. Icelandair stendur undir nærri tveimur af hverjum þremur ferðum til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli og hefur erlendum ferða­mönnum hér­lendis fjölgað hlut­falls­lega nokkru meira en aukn­ingin hefur verið hjá Icelanda­ir, segir í umfjöllun Túrista. „Á þessu ári fjölgar far­þegum Icelandair um 17 pró­sent en eins og áður segir lítur út fyrir að erlendum ferða­mönnum fjölgi um 27 pró­sent í ár. Far­þeg­a­spá Icelandair er því góð vís­bend­ing um hversu mikið erlendum ferða­mönnum muni fjölga og ef tengslin milli fjölda far­þega hjá Icelandair og fjölda ferða­manna hald­ast nokkuð óbreytt má búast við að ferða­menn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári. Sjö árum fyrr en sér­fræð­ingar Boston Consulting Group spáðu fyrir um í hitti­fyrra. Fyrr í ár spáði Lands­bank­inn því að þessu marki yrði náð árið 2017.“

Miðað við fjölda túrista það sem af er ári þá má gera ráð fyrir að þeir verði um 1,3 milljón tals­ins í ár, sam­an­borið við tæp­lega milljón í fyrra.

Auglýsing

Sam­kvæmt útreikn­ingum Túrista, og að því gefnu að skipt­ing milli far­þega­hópa hald­ist svipuð í ár og á því næsta, þá munu Icelandair flytja um 630 þús­und erlenda ferða­menn til Íslands á næsta ári, eða 42 pró­sent þeirra ferða­manna sem áætla má að leggi leið sína þá. WOW Air, annað umsvifa­mesta flug­fé­lagið á Kefla­vík­ur­flug­velli, gerir auk þess aráð fyrir að stækka flot­ann um helm­ing. Túristi áætlar að félagið muni flytja að lág­marki um 200 þús­und erlenda ferða­menn til Íslands á næsta ári.

„Ef áform íslensku félag­anna tveggja ganga eftir þá munu þau fjölga erlendum ferða­mönnum hér á næsta ári um a.m.k. hund­rað og þrjá­tíu þús­und. Öll þau erlendu flug­fé­lög sem hingað fljúga þurfa þá sam­an­lagt að flytja 110.000 fleiri erlenda ferða­menn hingað til lands  á næsta ári svo heild­ar­ferða­manna­fjöld­inn verði 1,5 millj­ónir og ef gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem koma með ferjum hald­ist óbreytt­ur,“ segir í ítar­legri umfjöllun Túrista.

Umfjöllun Túrista í heild má lesa hér.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None