Útlit fyrir að ferðamenn verði 1,5 milljón talsins á næsta ári

9555626958-b9587a5779-z.jpg
Auglýsing

Miðað við far­þeg­a­spá Icelanda­ir, aukin umsvif WOW Air og umsvif ann­arra flug­fé­laga þá má búast við að ferða­menn verði um 1,5 milljón tals­ins á Íslandi árið 2016. Frá þessu greinir frétta- og ferða­síðan Túrist­i.is í dag. Í umfjöllun túrista er rýnt í umsvif flug­fé­laga og áætl­anir þeirra fyrir næsta ár heim­færðar á heild­ar­fjölda ferða­manna.

Í síð­ustu viku til­kynntu for­svars­menn Icelandair að þeir áformi að far­þegum félags­ins fjölgi um 15 pró­sent á næsta ári, sem er álíka vöxtur og árið á und­an. Icelandair stendur undir nærri tveimur af hverjum þremur ferðum til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli og hefur erlendum ferða­mönnum hér­lendis fjölgað hlut­falls­lega nokkru meira en aukn­ingin hefur verið hjá Icelanda­ir, segir í umfjöllun Túrista. „Á þessu ári fjölgar far­þegum Icelandair um 17 pró­sent en eins og áður segir lítur út fyrir að erlendum ferða­mönnum fjölgi um 27 pró­sent í ár. Far­þeg­a­spá Icelandair er því góð vís­bend­ing um hversu mikið erlendum ferða­mönnum muni fjölga og ef tengslin milli fjölda far­þega hjá Icelandair og fjölda ferða­manna hald­ast nokkuð óbreytt má búast við að ferða­menn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári. Sjö árum fyrr en sér­fræð­ingar Boston Consulting Group spáðu fyrir um í hitti­fyrra. Fyrr í ár spáði Lands­bank­inn því að þessu marki yrði náð árið 2017.“

Miðað við fjölda túrista það sem af er ári þá má gera ráð fyrir að þeir verði um 1,3 milljón tals­ins í ár, sam­an­borið við tæp­lega milljón í fyrra.

Auglýsing

Sam­kvæmt útreikn­ingum Túrista, og að því gefnu að skipt­ing milli far­þega­hópa hald­ist svipuð í ár og á því næsta, þá munu Icelandair flytja um 630 þús­und erlenda ferða­menn til Íslands á næsta ári, eða 42 pró­sent þeirra ferða­manna sem áætla má að leggi leið sína þá. WOW Air, annað umsvifa­mesta flug­fé­lagið á Kefla­vík­ur­flug­velli, gerir auk þess aráð fyrir að stækka flot­ann um helm­ing. Túristi áætlar að félagið muni flytja að lág­marki um 200 þús­und erlenda ferða­menn til Íslands á næsta ári.

„Ef áform íslensku félag­anna tveggja ganga eftir þá munu þau fjölga erlendum ferða­mönnum hér á næsta ári um a.m.k. hund­rað og þrjá­tíu þús­und. Öll þau erlendu flug­fé­lög sem hingað fljúga þurfa þá sam­an­lagt að flytja 110.000 fleiri erlenda ferða­menn hingað til lands  á næsta ári svo heild­ar­ferða­manna­fjöld­inn verði 1,5 millj­ónir og ef gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem koma með ferjum hald­ist óbreytt­ur,“ segir í ítar­legri umfjöllun Túrista.

Umfjöllun Túrista í heild má lesa hér.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None