Útvarpsstjórar halda áfram að rífast um RÚV

15375274104-95086a17fb-z.jpg
Auglýsing

Orða­skak Páls Magn­ús­son­ar, fyrrum útvarps­stjóra RÚV, og Magn­úsar Geirs Þórð­ar­son­ar, núver­andi útvarps­stjóra, um ágæti nið­ur­skurð­ar­að­gerða sem gripið var til hjá RÚV og almennt um fjár­hags­stöðu félags­ins heldur áfram í Morg­un­blað­inu í dag. Páll hóf þessa lotu í þætt­inum Eyj­unni á Stöð 2 á sunnu­dag þar sem hann sagði að nið­ur­skurð­ar­að­gerðir sem hann hrinti í fram­kvæmd í nóv­em­ber 2013 hefðu miðað að því að fækka árs­störfum hjá RÚV um 60 á tólf mán­uð­um. Ef nýir stjórn­endur hefði fylgt þess­ari áætlun væri rekstur RÚV kom­inn í jafn­vægi og far­inn að skila hagn­aði. „Ég leyfi mér að efast um það, ætli það sé ekki nær 20 árs­verk­um," sagði Páll.

Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, skrifaði grein í síðustu viku þar sem hann gagnrýndi nýja stjórnendur RÚV harðlega. Páll Magn­ús­son, fyrrum útvarps­stjóri, skrif­aði grein í síð­ustu viku þar sem hann gagn­rýndi nýja stjórn­endur RÚV harð­lega.

Magnús Geir svarar þessum aðfinnslum í Morg­un­blað­inu í dag og segir að starfs­mönnum hafi fækkað um 61 frá sept­em­ber 2013 og til loka síð­asta ár. Um sé að ræða sam­tals 36 stöðu­gildi auk þess sem verk­tökum hafi verið fækkað um 41. „Þá­ver­andi stjórn­endur fengu umboð til að ganga til aðgerða sam­kvæmt eigin áætlun sem þeir og gerðu í nóv­em­ber 2013. Þeirra mark­mið var að þær aðgerðir skil­uðu hag­ræð­ingu upp á 500 millj­ónir króna. Ljóst má vera að aðgerð­irnar skil­uðu ekki því sem að var stefnt en að margra mati var und­ir­bún­ingi ábóta­vant og þær illa ígrund­að­ar. Hins vegar var hag­rætt umtals­vert til við­bótar eftir að ný fram­kvæmda­stjórn tók til starfa síð­ast­liðið vor og enn er unnið að því að leiða Rík­is­út­varpið inn í bjart­ari tíma."

Auglýsing

Kjarn­inn birti úttekt PwCKjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu RÚV í frétta­skýr­ingu í síð­ustu viku og birti meðal ann­ars úttekt PwC á fjár­hags­stöðu félag­ins frá því í júlí. Sú úttekt hafði aldrei áður komið fyrir sjónir almenn­ings. Í nið­ur­lagi þeirrar skýr­ingar seg­ir: „Það er rétt hjá nýjum stjórn­endum RÚV að þeir muni þurfa að skera nið­ur, en það er afar mats­kennt hvort sá nið­ur­skurður ógni lög­bundnu hlut­verki RÚV. Það er rétt hjá fyrrum stjórn­endum að þeir ráku félagið nán­ast á núlli utan fjár­magns­gjalda árum saman en ómögu­legt að segja til um hvort nið­ur­skurð­ar­að­gerðir þeirra frá því í nóv­em­ber 2013 hefðu skilað þeirri hag­ræð­ingu sem hún átti, þar sem þeir fengu aldrei að fylgja þeim almenni­lega úr hlaði.

Það er rétt hjá stjórn­ar­liðum að fram­lög til RÚV hafi aldrei verið hærri í krónum talið og það er rétt hjá gagn­rýnendum þeirra að þau hafa dreg­ist saman að raun­gildi frá árinu 2007.

Það er þó ljóst að það verður alveg hægt að reka RÚV áfram, þótt að skera verði tölu­vert nið­ur. Félagið mun fá tæpa sex millj­arða króna, að með­töldum aug­lýs­inga­tekj­um, á þessu rekstr­ar­ári til að spila úr. Fæstir fjöl­miðlar myndu slá hend­inni á móti slíkri summu."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None