Valdi sér ekki það hlutskipti að verða öryrki – því megi alþingismenn trúa

Varaþingmaður Flokks fólksins flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í gær en þar greindi hann m.a. frá því að hann væri öryrki og að hann hefði um síðustu mánaðamót greitt 62 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu.

Svanberg Hreinsson varaþingmaður Flokks fólksins.
Svanberg Hreinsson varaþingmaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Svan­berg Hreins­son vara­þing­maður Flokks fólks­ins segir að hann hafi ekki valið sér það hlut­skipti að verða öryrki með öllu sem því fylg­ir. „Nei. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið mér að vera heill heilsu, laus við verki og van­líðan og því megið þið hátt­virtir alþing­is­menn trú­a.“

Þetta sagði hann undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær.

Hann fór lít­il­lega yfir stöð­una í efna­hags­málum og benti á að grein­ing­ar­deild Íslands­banka spáði 8,4 pró­sent verð­bólgu í júní­mán­uði. „Verð­bólga síð­ustu 12 mán­aða mæld­ist í maí síð­ast­liðnum 7,6 pró­sent og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars árið 2010. Gangi spá bank­ans eftir væri um að ræða 1 pró­sent hækkun á vísi­tölu neyslu­verðs frá fyrri mán­uð­i.“

Auglýsing

Vara­þing­mað­ur­inn setti þetta í sam­hengi við sig sjálfan en hann greindi frá því að hann væri á leigu­mark­aði. Hann sagði að frá ára­mótum hefði húsa­leigan hækkað um 10 pró­sent „en það þykir víst ekk­ert mikið og kannski bara ansi vel slopp­ið“.

„Samt sem áður er þetta umtals­verð fjár­hæð fyrir mig því að ég er öryrki og um síð­ustu mán­aða­mót þá greiddi ég 62 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum mínum í húsa­leigu. Síðan greiddi ég 3,5 pró­sent af mínum tekjum til lífs­nauð­syn­legra lyfja­kaupa. Sem sagt, 65,5 pró­sent í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita og raf­magn og síma og ekki skal gleyma mat­ar­inn­kaup­un­um,“ sagði hann.

Leigu­verð sem hlut­fall af launum aldrei mælst lægra

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu HMS kemur fram að leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi farið lækk­andi á föstu verð­lagi frá því í byrjun árs. Nú sé leigu­verðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hafi það ekki mælst lægra að raun­virði síðan í ágúst­mán­uði 2017.

„Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í apríl sem hlut­fall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlut­fallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6 pró­sent lægra en það gerði þá,“ segir í skýrsl­unni.

Gunnar Smári Egilsson Mynd: Bára Huld Beck

Gunnar Smári Egils­son fram­kvæmda­stjóri Sós­í­alista­flokks­ins gagn­rýnir meðal ann­ars grein­ingu HMS í færslu á Face­book-­síðu flokks­ins. Hann segir það magnað að opin­berar stofn­an­ir, sem ættu að verja hags­muni fjöld­ans, skuli „teygja sig eftir fram­setn­ingu sem gefa á til kynna að allt sé normalt og horfi til enn betri veg­ar; þegar það sann­an­lega er ekki svo“.

„Þetta gera stofn­an­irnar af hlýðni við ráð­herra sem beygja sig undir sína yfir­boð­ara, þá sem eiga auð­inn, og brjóta gegn hags­munum almenn­ings í öllum sínum verk­um. Það er aug­ljóst á Íslandi hver ræð­ur. Það eru þau sem eiga auð­inn. Ráð­herr­arnir eru bara sendlar þeirra,“ segir hann meðal ann­ars.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent