Á dögunum bárust fréttir af því að Ísland ætlaði sér að draga stórkostlega úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, eða um 40 prósent. Deilt um er innihald yfirlýsinga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um þessi mál, en að hálfu stjórnvalda hefur það komið fram, að um enga stefnubreytingu sé að ræða. Áfram sé að því stefnt að fylga Evrópusambandinu eftir í málinu, og draga mikið úr losun.
Þegar kemur að því að draga úr gróðurhúsalofttegum í daglegu amstri, hér á landi, þá beinast spjótin að höfuðborgarsvæðinu. Á því er bílaborgarbragur, og þrátt fyrir að margt hafi verið gert, til þess að reyna að draga úr bílaumferð og búa til umhverfisvænna samfélag, til dæmis með þéttingu byggðar og fjölgun farþega hjá Strætó, þá hefur ekki nándar nærri nóg verið gert.
Það er hægt að stíga mun stærri skref í átt að því að draga úr eldsneytisnotkun, til dæmis með vegtollum og hvötum til þess að nýta frekar rafbíla. Þetta hefur verið gert víða um heim, með góðum árangri.