Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5 prósent. Án húsnæðis hefur vísitalan hækkað um 0,2 prósent. Hagstofan birti í dag verðbólguþróun í landinu í júní. Tölurnar sýna að verðlag á Íslandi hefur nánast staðið í stað síðastliðið ár, að húsnæðiskostnaði undanskildum en gögn fyrir þróun á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ófáanlegur undanfarnar vikur, allt þar til fyrir nokkrum dögum, vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Vísitalan hækkaði um 0,26 prósent frá því í maí. Verð á ferðum og flutningum hækkaði um 0,9 prósent milli mánaða og verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 1,9 prósent. Áhrif þessara liða til hækkunar vísitölunnar eru 0,14 og 0,1 prósent.