Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,53 prósent milli mánaða í ágúst og um 0,5 prósent án húsnæðis. Þetta þýðir að verðlag í landinu hefur hækkað um 2,2 prósent á síðustu tólf mánuðum. Er þetta nokkur hækkun verðbólgunnar milli mánaða, en hún mældist 1,9 prósent í júlí. Án húsnæðisliðarins hefur verðlag hækkað um 0,7 prósent.
„Sumarútsölur eru að hluta til gengnar til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,4% (áhrif á vísitöluna 0,21%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,1% (0,16%) og kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði um 0,5% (0,14%). Verð á bensíni og olíum lækkaði um 4,0% (-0,15%),“ segir í frétt Hagstofunnar.
Auglýsing
Athugasemd ritstjórnar: Upphafleg frétt hefur verið leiðrétt í takt við leiðrétta frétt Hagstofunnar. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,1 prósent en ekki 1,0 prósent.