Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí 2015 er 428,2 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,28% frá fyrri mánuði, og mælist verðbólga á ársgrundvelli nú 1,6 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 396,8 stig og hækkaði um 0,30% frá apríl, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% og vísitala án húsnæðis hefur hækkað um 0,3%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í maí 2015, sem er 428,2 stig, gildir til verðtryggingar í júlí 2015. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.455 stig fyrir júlí 2015.
Auglýsing