Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í júlí hækkaði um 0,16 prósent frá fyrri mánuði. Án húsnæðis hækkaði vísitalan um 0,03 prósent. Vegna sumarútsala lækkaði verð á fatnaði og skóm um 11,1 prósent frá fyrri mánuði og hafði áhrif til lækkunar á vísitölunni um 0,5 prósent. Flugfjargjöld til útlanda hækkuðu um 32,7 prósent og hafði 0,45 prósent áhrif til hækkunar vísitölunnar. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 0,8 prósent sem hafði áhrift til 0,12 prósent hækkunar.
Hagstofan birti í dag uppfærða vísitölu neysluverðs samkvæmt mælingum Hagstofunnar á verðlagsbreytingum í júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,9 prósent. Án húsnæðis hefur vísitalan hækkað á sama tíma um 0,4 prósent. Tólf mánaða breyting vísitölu neyslverðs mælir verðbólgu í landinu, það er almenna hækkun verðlags.
Verðbólga hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans síðustu átján mánuði, eða frá því í febrúar 2014. Án húsnæðisliðar, sem mælir kostnað við að kaupa og eiga húsnæði, hefur á þessu tímabili stundum mælst verðhjöðnun. Húsnæðishækkanir hafa því verið helsti drifkraftur verðbólgunnar undanfarin misseri. Hér að neðan má sjá verðbólguna í hverjum mánuði, með og án húsnæðisliðar, frá því í ársbyrjun 2014 til júlí 2015.
asdf