Heildarsamkomulagið á vinnumarkaði, sem miðar að því að stöðva hið svokallaða „höfrungahlaup“, þar sem stéttirnar elta hvor aðra í kröfum í gegnum harðar vinnudeilur og verkföll, er um margt ánægjulegt, en það eru samt blikur á lofti.
Það sem er ánægjulegt er það, að allir hafi metið málin þannig að best væri að ná víðtækri sátt um framhaldið og reyna að stilla saman strengi. Sagan sýnir að þegar slíkt er gert, þá eykur það líkurnar á því að stöðugleiki skapist og aðstæður til efnahagsbata því samhliða.
Eftir gríðarlega umfangsmikil verkföll á vinnumarkaði undanfarna tólf mánuði, þá er niðurstaðan sú, að samið hefur verið um launahækkanir upp á 20 til 30 prósent á þremur árum, næstum alveg þvert yfir vinnumarkaðinn. Það á bæði við um hið opinbera og almennan vinnumarkað.
Eins og málin standa núna, þá hefur verðbólga haldist lág undanfarið ár. Hún mælist nú 1,8 prósent. Líklega er áhrifamesta einstaka ástæðan fyrir lágri verðbólgu sú, að olía hefur á þessum tíma lækkað um 60 prósent í verði á alþjóðamörkuðum, með tilheyrandi áhrifum á ýmsar vörur og verðlag almennt. Olían er leiðandi hrávara og hefur verðþróun á henni mikil áhrif á aðrar vörur. Ef olían mun hækka á nýjan leik, til dæmis um 10 prósent, þá getur verðbólgan farið hratt upp aftur.
Ekki er hægt að segja annað en að þeir launasamningar sem gerðir hafi verið að undanförnu feli í sér tiltölulega áhættumikið veðmál, um að verðlag haldist stöðugt. Eins og dæmin sanna, til dæmis þegar olíuverð er annars vegar, þá er erfitt að spá fyrir um þróun mála. Sama má segja um gengi krónunnar.
Það sem er ánægjulegt er það, að allir hafi metið málin þannig að best væri að ná víðtækri sátt um framhaldið og reyna að stilla saman strengi. Sagan sýnir að þegar slíkt er gert, þá eykur það líkurnar á því að stöðugleiki skapist og aðstæður til efnahagsbata því samhliða.
Eftir gríðarlega umfangsmikil verkföll á vinnumarkaði undanfarna tólf mánuði, þá er niðurstaðan sú, að samið hefur verið um launahækkanir upp á 20 til 30 prósent á þremur árum, næstum alveg þvert yfir vinnumarkaðinn. Það á bæði við um hið opinbera og almennan vinnumarkað.
Eins og málin standa núna, þá hefur verðbólga haldist lág undanfarið ár. Hún mælist nú 1,8 prósent. Líklega er áhrifamesta einstaka ástæðan fyrir lágri verðbólgu sú, að olía hefur á þessum tíma lækkað um 60 prósent í verði á alþjóðamörkuðum, með tilheyrandi áhrifum á ýmsar vörur og verðlag almennt. Olían er leiðandi hrávara og hefur verðþróun á henni mikil áhrif á aðrar vörur. Ef olían mun hækka á nýjan leik, til dæmis um 10 prósent, þá getur verðbólgan farið hratt upp aftur.
Ekki er hægt að segja annað en að þeir launasamningar sem gerðir hafi verið að undanförnu feli í sér tiltölulega áhættumikið veðmál, um að verðlag haldist stöðugt. Eins og dæmin sanna, til dæmis þegar olíuverð er annars vegar, þá er erfitt að spá fyrir um þróun mála. Sama má segja um gengi krónunnar.
Veðmál geta heppnast, en þau geta líka endað með ósköpum...