Verjandi Gunnars Scheving ítrekar kröfu um öll rannsóknargögn í LÖKE-málinu

15175523421_f0c14443c9_z.jpg
Auglýsing

Garðar St. Ólafs­son hér­aðs­dóms­lög­mað­ur, verj­andi Gunn­ars Schev­ing Thor­steins­sonar lög­reglu­manns, sem ákærður var í LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða, hefur skrifað rík­is­sak­sókn­ara bréf þar sem hann áréttar ítrek­aðar beiðnir um að aðgang að öllum rann­sókn­ar­gögnum máls­ins. Kjarn­inn hefur bréfið undir hönd­um, en það var sent emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara í dag.

Rík­is­sak­sókn­ari ákærði Gunnar Schev­ing á síð­asta ári og sak­aði hann um að hafa flett upp 45 konum í mála­skrá lög­reglu, svoköll­uðu LÖKE-­kerfi, án þess að það tengd­ist störfum hans sem lög­reglu­mað­ur. Þá var Gunn­ari sömu­leiðis gefið að sök að hafa miðlað per­sónu­upp­lýs­ingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila.

Ágallar á rann­sókn leiddu til nið­ur­fell­ingarVeiga­mesti ákæru­liður máls­ins, varð­andi upp­flett­ing­arnar í mála­skrá lög­reglu, var felldur niður af rík­is­sak­sókn­ara á dög­unum eftir að í ljós komu veru­legir ann­markar á rann­sókn lög­reglu. Rann­sóknin var á for­ræði emb­ættis rík­is­sak­sókn­ara en unnin af lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum undir stjórn Öldu Hrannar Jóhanns­dótt­ur, þáver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra.

Gunnar var sýkn­aður af síð­ari ákæru­liðnum í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í vik­unni, og hyggst sækja skaða­bætur til íslenska rík­is­ins vegna rangra sak­ar­gifta. Gunnar hefur verið boð­aður aftur til starfa hjá lög­reglu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auglýsing

Bor­inn röngum sökumÍ bréf­inu sem hann sendi rík­is­sak­sókn­ara í dag, krefst lög­maður Gunn­ars að öll rann­sókn­ar­gögn máls­ins verði afhent taf­ar­laust. „Gögn um rann­sókn þar sem máls­með­ferð var ekki í sam­ræmi við gild­andi laga­reglur og þar sem skjól­stæð­ingur minn var bor­inn röngum sökum vegna þess að upp­lýs­ingar frá rann­sak­endum voru ekki sann­leik­anum sam­kvæmar eru mjög mik­il­væg sönn­un­ar­gögn fyrir skjól­stæð­ing minn um þann órétt sem hann hefur verið beitt­ur.“

Þá sakar lög­maður Gunn­ars Öldu Hrönn um að hafa borið rangar sakir á skjól­stæð­ing sinn, bera ábyrgð á mál­inu og krefst þess að fá afhent öll gögn um sam­skipti hennar við emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara. „Sér­stak­lega er óskað eftir upp­lýs­ingum um hvað emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara vissi um afritun af einka­sam­ræðum hans við trún­að­ar­vini og hvernig Alda Hrönn komst yfir illa fengin gögn,“ segir í bréf­inu.

Vill fá gögnin sem hrundu mál­inu af staðLög­maður Gunn­ars hefur ítrekað óskað eftir að fá afhent kæra eða bréf þáver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum til rík­is­sak­sókn­ara dag­sett 2. apríl 2014, sem og gögn sem hún sendi emb­ætt­inu þann 31. mars sama ár, sem lágu til grund­vallar rann­sókn lög­reglu á meintum brot­um. „Fyrri afsak­anir á borð við að þau væru týnd, sak­sókn­ari skyldi tölvu­gögnin ekki og ætl­aði að fá þau túlkuð eða að krotað hafi verið á frum­ritin og ekki væri til afrit eru ekki boð­leg­ar.“

Þá segir í bréf­inu að ofan­greind gögn séu mik­il­væg sönn­un­ar­gögn um mögu­lega refsi­verða hátt­semi Öldu Hrann­ar. „Hún veitti rangar upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að sak­laus maður sætti ákæru og líkur er á því að með bréf­inu og Excel-­gögnum sé hægt að sanna að það gerði hún vís­vit­andi, enda hafi hún haft réttar upp­lýs­ingar undir höndum allan tím­ann. Lögvarðir hags­munir skjól­stæð­ings míns af því að fá öll gögn um hvernig brotið var á honum í hendur eru mjög skýrir og emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara getur ekki haft neina lög­mæt ástæðu til að breiða yfir það hvernig rann­sókn máls­ins hófst.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None