Verjandi Gunnars Scheving ítrekar kröfu um öll rannsóknargögn í LÖKE-málinu

15175523421_f0c14443c9_z.jpg
Auglýsing

Garðar St. Ólafs­son hér­aðs­dóms­lög­mað­ur, verj­andi Gunn­ars Schev­ing Thor­steins­sonar lög­reglu­manns, sem ákærður var í LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða, hefur skrifað rík­is­sak­sókn­ara bréf þar sem hann áréttar ítrek­aðar beiðnir um að aðgang að öllum rann­sókn­ar­gögnum máls­ins. Kjarn­inn hefur bréfið undir hönd­um, en það var sent emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara í dag.

Rík­is­sak­sókn­ari ákærði Gunnar Schev­ing á síð­asta ári og sak­aði hann um að hafa flett upp 45 konum í mála­skrá lög­reglu, svoköll­uðu LÖKE-­kerfi, án þess að það tengd­ist störfum hans sem lög­reglu­mað­ur. Þá var Gunn­ari sömu­leiðis gefið að sök að hafa miðlað per­sónu­upp­lýs­ingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila.

Ágallar á rann­sókn leiddu til nið­ur­fell­ingarVeiga­mesti ákæru­liður máls­ins, varð­andi upp­flett­ing­arnar í mála­skrá lög­reglu, var felldur niður af rík­is­sak­sókn­ara á dög­unum eftir að í ljós komu veru­legir ann­markar á rann­sókn lög­reglu. Rann­sóknin var á for­ræði emb­ættis rík­is­sak­sókn­ara en unnin af lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum undir stjórn Öldu Hrannar Jóhanns­dótt­ur, þáver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra.

Gunnar var sýkn­aður af síð­ari ákæru­liðnum í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í vik­unni, og hyggst sækja skaða­bætur til íslenska rík­is­ins vegna rangra sak­ar­gifta. Gunnar hefur verið boð­aður aftur til starfa hjá lög­reglu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auglýsing

Bor­inn röngum sökumÍ bréf­inu sem hann sendi rík­is­sak­sókn­ara í dag, krefst lög­maður Gunn­ars að öll rann­sókn­ar­gögn máls­ins verði afhent taf­ar­laust. „Gögn um rann­sókn þar sem máls­með­ferð var ekki í sam­ræmi við gild­andi laga­reglur og þar sem skjól­stæð­ingur minn var bor­inn röngum sökum vegna þess að upp­lýs­ingar frá rann­sak­endum voru ekki sann­leik­anum sam­kvæmar eru mjög mik­il­væg sönn­un­ar­gögn fyrir skjól­stæð­ing minn um þann órétt sem hann hefur verið beitt­ur.“

Þá sakar lög­maður Gunn­ars Öldu Hrönn um að hafa borið rangar sakir á skjól­stæð­ing sinn, bera ábyrgð á mál­inu og krefst þess að fá afhent öll gögn um sam­skipti hennar við emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara. „Sér­stak­lega er óskað eftir upp­lýs­ingum um hvað emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara vissi um afritun af einka­sam­ræðum hans við trún­að­ar­vini og hvernig Alda Hrönn komst yfir illa fengin gögn,“ segir í bréf­inu.

Vill fá gögnin sem hrundu mál­inu af staðLög­maður Gunn­ars hefur ítrekað óskað eftir að fá afhent kæra eða bréf þáver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum til rík­is­sak­sókn­ara dag­sett 2. apríl 2014, sem og gögn sem hún sendi emb­ætt­inu þann 31. mars sama ár, sem lágu til grund­vallar rann­sókn lög­reglu á meintum brot­um. „Fyrri afsak­anir á borð við að þau væru týnd, sak­sókn­ari skyldi tölvu­gögnin ekki og ætl­aði að fá þau túlkuð eða að krotað hafi verið á frum­ritin og ekki væri til afrit eru ekki boð­leg­ar.“

Þá segir í bréf­inu að ofan­greind gögn séu mik­il­væg sönn­un­ar­gögn um mögu­lega refsi­verða hátt­semi Öldu Hrann­ar. „Hún veitti rangar upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að sak­laus maður sætti ákæru og líkur er á því að með bréf­inu og Excel-­gögnum sé hægt að sanna að það gerði hún vís­vit­andi, enda hafi hún haft réttar upp­lýs­ingar undir höndum allan tím­ann. Lögvarðir hags­munir skjól­stæð­ings míns af því að fá öll gögn um hvernig brotið var á honum í hendur eru mjög skýrir og emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara getur ekki haft neina lög­mæt ástæðu til að breiða yfir það hvernig rann­sókn máls­ins hófst.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None