Verjandi Gunnars Scheving ítrekar kröfu um öll rannsóknargögn í LÖKE-málinu

15175523421_f0c14443c9_z.jpg
Auglýsing

Garðar St. Ólafs­son hér­aðs­dóms­lög­mað­ur, verj­andi Gunn­ars Schev­ing Thor­steins­sonar lög­reglu­manns, sem ákærður var í LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða, hefur skrifað rík­is­sak­sókn­ara bréf þar sem hann áréttar ítrek­aðar beiðnir um að aðgang að öllum rann­sókn­ar­gögnum máls­ins. Kjarn­inn hefur bréfið undir hönd­um, en það var sent emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara í dag.

Rík­is­sak­sókn­ari ákærði Gunnar Schev­ing á síð­asta ári og sak­aði hann um að hafa flett upp 45 konum í mála­skrá lög­reglu, svoköll­uðu LÖKE-­kerfi, án þess að það tengd­ist störfum hans sem lög­reglu­mað­ur. Þá var Gunn­ari sömu­leiðis gefið að sök að hafa miðlað per­sónu­upp­lýs­ingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila.

Ágallar á rann­sókn leiddu til nið­ur­fell­ingarVeiga­mesti ákæru­liður máls­ins, varð­andi upp­flett­ing­arnar í mála­skrá lög­reglu, var felldur niður af rík­is­sak­sókn­ara á dög­unum eftir að í ljós komu veru­legir ann­markar á rann­sókn lög­reglu. Rann­sóknin var á for­ræði emb­ættis rík­is­sak­sókn­ara en unnin af lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum undir stjórn Öldu Hrannar Jóhanns­dótt­ur, þáver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra.

Gunnar var sýkn­aður af síð­ari ákæru­liðnum í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í vik­unni, og hyggst sækja skaða­bætur til íslenska rík­is­ins vegna rangra sak­ar­gifta. Gunnar hefur verið boð­aður aftur til starfa hjá lög­reglu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auglýsing

Bor­inn röngum sökumÍ bréf­inu sem hann sendi rík­is­sak­sókn­ara í dag, krefst lög­maður Gunn­ars að öll rann­sókn­ar­gögn máls­ins verði afhent taf­ar­laust. „Gögn um rann­sókn þar sem máls­með­ferð var ekki í sam­ræmi við gild­andi laga­reglur og þar sem skjól­stæð­ingur minn var bor­inn röngum sökum vegna þess að upp­lýs­ingar frá rann­sak­endum voru ekki sann­leik­anum sam­kvæmar eru mjög mik­il­væg sönn­un­ar­gögn fyrir skjól­stæð­ing minn um þann órétt sem hann hefur verið beitt­ur.“

Þá sakar lög­maður Gunn­ars Öldu Hrönn um að hafa borið rangar sakir á skjól­stæð­ing sinn, bera ábyrgð á mál­inu og krefst þess að fá afhent öll gögn um sam­skipti hennar við emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara. „Sér­stak­lega er óskað eftir upp­lýs­ingum um hvað emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara vissi um afritun af einka­sam­ræðum hans við trún­að­ar­vini og hvernig Alda Hrönn komst yfir illa fengin gögn,“ segir í bréf­inu.

Vill fá gögnin sem hrundu mál­inu af staðLög­maður Gunn­ars hefur ítrekað óskað eftir að fá afhent kæra eða bréf þáver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum til rík­is­sak­sókn­ara dag­sett 2. apríl 2014, sem og gögn sem hún sendi emb­ætt­inu þann 31. mars sama ár, sem lágu til grund­vallar rann­sókn lög­reglu á meintum brot­um. „Fyrri afsak­anir á borð við að þau væru týnd, sak­sókn­ari skyldi tölvu­gögnin ekki og ætl­aði að fá þau túlkuð eða að krotað hafi verið á frum­ritin og ekki væri til afrit eru ekki boð­leg­ar.“

Þá segir í bréf­inu að ofan­greind gögn séu mik­il­væg sönn­un­ar­gögn um mögu­lega refsi­verða hátt­semi Öldu Hrann­ar. „Hún veitti rangar upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að sak­laus maður sætti ákæru og líkur er á því að með bréf­inu og Excel-­gögnum sé hægt að sanna að það gerði hún vís­vit­andi, enda hafi hún haft réttar upp­lýs­ingar undir höndum allan tím­ann. Lögvarðir hags­munir skjól­stæð­ings míns af því að fá öll gögn um hvernig brotið var á honum í hendur eru mjög skýrir og emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara getur ekki haft neina lög­mæt ástæðu til að breiða yfir það hvernig rann­sókn máls­ins hófst.“

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None