Verjendur í hrunmálum fá 205 milljónir í sinn hlut - ekki 260

Screen-Shot-2014-12-19-at-14.26.38.png
Auglýsing

Á for­síðu Frétta­blaðs­ins í dag birt­ist frétt undir fyr­ir­sögn­inni: „260 millj­ónir í laun verj­enda frá rík­in­u.“ Þar kemur fram að rík­is­sjóður hafi greitt tæpar 260 millj­ónir króna í þókn­anir til verj­enda í dóms­málum sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur rekið fyrir dóm­stólum á árinu vegna svo­kall­aðra hrun­mála. Kjarn­inn birti frétt byggða á frétta­flutn­ingi Frétta­blaðs­ins, og vill af því til­efni árétta eft­ir­far­andi.

Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins er ekki tekið til­lit til greiðslu virð­is­auka­skatts af upp­hæð­inni. Þetta stað­festi blaða­mað­ur­inn sem skrif­aður er fyrir frétt­inni í sam­tali við Kjarn­ann.

Sam­kvæmt frétt­inni námu greiðslur rík­is­sjóðs til verj­enda í hrun­málum 256,9 millj­ónum króna á árinu. Í sam­an­tekt Frétta­blaðs­ins, sem byggði á ákvörð­unum dóm­stóla í stærstu efna­hags­brota­dómum árs­ins í hér­aðs­dómi og Hæsta­rétti Íslands, hefur verj­endum alls verið dæmdar þókn­anir fyrir röskar 350 millj­ónir króna. Þar af hafi sak­born­ingar verið dæmdir til að greiða tæpar 98 millj­ónir í laun til verj­enda sinna.

Auglýsing

Í dóms­orði er upp­hæð sem dæmd er verj­endum ekki und­an­þegin 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatti. Vissu­lega rennur öll upp­hæðin sem dæmd er til við­kom­andi lög­manns, en hon­um, eða eftir atvikum lög­manns­stof­unni sem hann starfar hjá, ber laga­leg skylda til að skila virð­is­auka­skatti aftur til rík­is­sjóðs.

Miðað við laus­lega útreikn­inga Kjarn­ans þýðir þetta að verj­endur sak­born­inga í hrun­málum fá í raun um 204,7 millj­ónir í sinn hlut vegna sinna starfa á árinu. Þannig skila þeir lið­lega 52,2 millj­ónum króna, af þeim 256,9 millj­ónum sem þeim hafa verið dæmdar á árinu, aftur til rík­is­sjóðs.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None