Verjendur í hrunmálum fá 205 milljónir í sinn hlut - ekki 260

Screen-Shot-2014-12-19-at-14.26.38.png
Auglýsing

Á for­síðu Frétta­blaðs­ins í dag birt­ist frétt undir fyr­ir­sögn­inni: „260 millj­ónir í laun verj­enda frá rík­in­u.“ Þar kemur fram að rík­is­sjóður hafi greitt tæpar 260 millj­ónir króna í þókn­anir til verj­enda í dóms­málum sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur rekið fyrir dóm­stólum á árinu vegna svo­kall­aðra hrun­mála. Kjarn­inn birti frétt byggða á frétta­flutn­ingi Frétta­blaðs­ins, og vill af því til­efni árétta eft­ir­far­andi.

Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins er ekki tekið til­lit til greiðslu virð­is­auka­skatts af upp­hæð­inni. Þetta stað­festi blaða­mað­ur­inn sem skrif­aður er fyrir frétt­inni í sam­tali við Kjarn­ann.

Sam­kvæmt frétt­inni námu greiðslur rík­is­sjóðs til verj­enda í hrun­málum 256,9 millj­ónum króna á árinu. Í sam­an­tekt Frétta­blaðs­ins, sem byggði á ákvörð­unum dóm­stóla í stærstu efna­hags­brota­dómum árs­ins í hér­aðs­dómi og Hæsta­rétti Íslands, hefur verj­endum alls verið dæmdar þókn­anir fyrir röskar 350 millj­ónir króna. Þar af hafi sak­born­ingar verið dæmdir til að greiða tæpar 98 millj­ónir í laun til verj­enda sinna.

Auglýsing

Í dóms­orði er upp­hæð sem dæmd er verj­endum ekki und­an­þegin 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatti. Vissu­lega rennur öll upp­hæðin sem dæmd er til við­kom­andi lög­manns, en hon­um, eða eftir atvikum lög­manns­stof­unni sem hann starfar hjá, ber laga­leg skylda til að skila virð­is­auka­skatti aftur til rík­is­sjóðs.

Miðað við laus­lega útreikn­inga Kjarn­ans þýðir þetta að verj­endur sak­born­inga í hrun­málum fá í raun um 204,7 millj­ónir í sinn hlut vegna sinna starfa á árinu. Þannig skila þeir lið­lega 52,2 millj­ónum króna, af þeim 256,9 millj­ónum sem þeim hafa verið dæmdar á árinu, aftur til rík­is­sjóðs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None