Verktökum á Lýsisreit stefnt vegna tjóns af völdum sprenginga

scales.of-.justice.gavel-4-715x320.jpg
Auglýsing

Hús­eig­endur við Granda­veg 38 hafa stefnt verk­taka­fyr­ir­tækj­unum Hagtaki hf. og Þingvangi ehf., ásamt Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands, fyrir Hér­aðs­dóm Reykja­víkur vegna tjóns sem þeir telja hús­eign sína hafa orðið fyrir vegna sprengi­vinnu við fram­kvæmd­ir á svoköll­uðum Lýs­is­reit. Hús­eig­end­urnir krefj­ast þess að hér­aðs­dómur við­ur­kenni skaða­bóta­skyldu hinna stefndu sem og máls­kostn­að. Kjarn­inn hefur stefnu máls­ins undir hönd­um.

Umrædd sprengi­vinna átti sér stað á tíma­bil­inu 6. jan­úar til 31. mars á þessu ári. Stefn­endur eiga saman fast­eign­ina að Granda­vegi 38, en hún liggur að lóð í eigu Þingvangs að Granda­vegi 42-44, svoköll­uð­u­m ­Lýs­is­reit­ur. Þingvangur hyggst reisa 144 íbúðir á reitnum auk bíla­kjall­ara. Í fram­kvæmd­unum fólst meðal ann­ars að sprengja í burtu klöpp á reitn­um, en fast­eign stefn­enda er innan við fimm­tíu metra frá spreng­i­svæð­inu. Hagtak hafði umsjón með spreng­ing­unum undir eft­ir­liti Þingvangs.

Öfl­ugar spreng­ingar í and­stöðu við reglu­gerðÍ stefnu máls­ins segir að spreng­ing­arnar á Lýs­is­reitn­um hafi verið mjög öfl­ugar og í and­stöðu við reglu­gerð um sprengi­efni, sam­kvæmt gögnum sem stefn­endur öfl­uðu sér frá Vinnu­eft­ir­lit­inu. Ekki liggja fyrir full­nægj­andi mæl­ingar á spreng­ing­unum sem áttu sér stað, og svo virð­ist sem stefndu hafi látið undir höfuð leggj­ast að mæla áhrif spreng­ing­anna á fast­eign stefn­enda, eins og þeim ber að gera sam­kvæmt áður­nefndri reglu­gerð um sprengi­efni, að því er fram kemur í stefnu máls­ins.

Eftir að spreng­ingar á Lýs­is­reitnum hófust bár­ust verk­tök­unum fjöl­margar kvart­anir frá fast­eigna­eig­endum í námunda við spreng­i­svæð­ið. Þeir voru ugg­andi yfir stærð spreng­ing­anna og töldu sig verða fyrir tjóni á fast­eignum og lausafé vegna þeirra. Í kjöl­far kvart­an­anna héldu verk­taka­fyr­ir­tækin fund með íbúum og eig­enda fast­eigna nærri spreng­i­svæð­inu þann 11. febr­úar síð­ast­lið­inn. Eftir fund­inn sögð­ust verk­tak­arnir ætla að draga úr spreng­ing­un­um, en sam­kvæmt stefn­unni liggur ekki fyrir hvort það hafi reynst orða sönnu.

Auglýsing

Friðað hús við Granda­veg varð fyrir ætl­uðu tjóniFljót­lega eftir að spreng­ing­arnar hófust urðu hús­eig­endur að Granda­vegi 38 varir við tjón á fast­eign­inni sinni. Umrætt hús er elsta húsið sem stendur á svoköll­uðu Bráð­ræð­is­holti, og er ein­lyft timb­ur­hús með hlöðnum kjall­ara, reist árið 1883. Húsið hefur veru­legt varð­veislu­gildi vegna menn­ing­ar­sögu og mik­il­vægis í götu­mynd. Til dæmis eru allar breyt­ingar á hús­inu háðar lögum um húsa­frið­un.

Hús­eig­endur fengu bygg­inga­tækni­fræð­ing til að meta tjón­ið, en sam­kvæmt úttekt hans varð tjón á stein­hleðslu í kjall­ara húss­ins og burð­ar­súlu á efri hæð. Auk þess telja stefn­endur að frek­ari skemmdir hafi orðið í grunn­hleðslu húss­ins og að burð­ar­bitar þess hafi raskast. Þá hafi fúgur og flísar á bað­her­bergi brotn­að.

Stefn­endur sendu verk­taka­fyr­ir­tækj­unum bréf þar sem við­ur­kenn­ingar þeirra á skaða­bóta­skyldu var kraf­ist og að spreng­ing­unum yrði hætt taf­ar­laust. Fyr­ir­tækin svör­uðu ekki bréf­unum og sátta­til­raunir báru ekki árang­ur.

Tjónið ekki orðið nema vegna spreng­ingaKrafa stefn­enda byggir á því að verk­taka­fyr­ir­tækin beri ábyrgð á tjóni þeirra, enda hefði það ekki orðið nema vegna spreng­inga sem verk­tak­arnir beri ábyrgð á. Þá hafi verk­tak­arnir ákveðið að losa mikið magn af klöpp, í þétt­býli, með öfl­ugum spreng­ingum í stað þess að not­ast við vinnu­vélar eða minna magn sprengi­efnis í hvert skipti. Stefndu hafi ákveðið að sprengja í burtu klöpp­ina í stað þess að not­ast við stór­tækar vinnu­vél­ar, sem hefðu haft í för með sér minni hættu fyrir fast­eignir í nágren­inu. Val þeirra við að nota sprengi­efni hafi verið í hagn­að­ar­skyni þar sem önnur aðferð kynni að vera tíma­frek­ari.

Þá eru verk­tak­arnir sak­aðir um brot á vopna­lögum með því að gera ekki nauð­syn­legar ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir skemmdir vegna spreng­inga.

Málið verður þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None