Verne Global lýkur 13 milljarða hlutafjáraukningu

verne-global_gagnaver_640-1.jpg
Auglýsing

Verne Global, sem rekur gagna­ver að Ásbrú í Reykja­nes­bæ, hefur lokið hluta­fjár­aukn­ingu upp á allt að 98 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um þrettán millj­örðum króna. SÍA II, fram­taks­sjóður í rekstri hjá Stefni, dótt­ur­fé­lagi Arion banka, kemur ásamt hópi íslenskra líf­eyr­is­sjóða, nýr inn í hluta­hafa­hóp félags­ins. Stærstu hlut­hafar Verne Global hafa til þessa verið Wellcome Trust, Novator Partners, félag að hluta í eigu Björgóls Thors Björg­ólfs­son­ar, og General Cata­lyst, en félögin tóku öll þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni að þessu sinni.

Isaac Kato, fjár­mála­stjóri Verne Global, segir það vera ánægju­legt að fá íslenska líf­eyr­is­sjóði að verk­efn­inu. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Kaato að framundan væri frek­ari upp­bygg­ing á enn betri þjón­ustu við við­skipta­vini félags­ins. „Við höfum sýnt fram á það með sam­starfi við stóra alþjóð­lega við­skipta­vini að Ísland er ákjós­an­legur staður fyrir gagna­ver og það er spenn­andi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjár­festa að fyr­ir­tæk­inu til að taka þátt í upp­bygg­ingu þess,“ segir Kato við Kjarn­ann í morg­un. Sam­tals eru um tíu líf­eyr­is­sjóðir sem koma að Ver­ne, þar á meðal Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, Festa og Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn.

Á meðal stærstu við­skipta­vina Verne eru BMW, RMS, Datapipe, CCP og Colt, en Kato segir það vera stefn­una að stækka fyr­ir­tækið hratt, fjölga við­skipta­vinum og styrkja þjón­ust­una. Fyr­ir­tækið er með um 40 stöðu­gildi, en Kato segir að óbein störf séu í það minnsta tvölfalt fleiri. Hann segir mikil tæki­færi vera hér á landi þegar kemur að gagna­ver­um. Umhverfið sé stöðugt, orku­ör­yggið betra en víð­ast hvar ann­ars staðar og síðan það heill­andi að orkan sem notuð sé komi frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann sögðu Arnar Ragn­ars­son og Trausti Jóns­son, sjóðs­stjórar SÍA II, að ánægju­legt væri að koma að áfram­hald­andi þróun gagna­vers­iðn­aðar á Íslandi. Stefn­ir, sem er með SÍA II í rekstri, er með um 415 millj­arða króna í eigna­stýr­ingu og er stærsta fyr­ir­tæki lands­ins á því sviði.

Ráð­gjafi Verne Global í verk­efn­inu var verð­bréfa­fyr­ir­tækið Arct­ica Fin­ance, sem sinnir fyr­ir­tækja­ráð­gjöf, mark­aðsvið­skiptum og eigna­stýr­in­ingu á íslenska mark­aðn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None