Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um frækinn sigur Íslands á Hollandi í gærkvöldi, og spyrja margir þeirra hvernig standi á því að 330 þúsund íbúa þjóð geti náð svona góðum árangri.
Einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, Arnór Guðjohnsen, segir á Facebook síðu sinni að ástæðan fyrir góðum árangri Íslands, ekki síst gegnum þjóðum með mikla hefð og sögu, sé tiltölulega einföld; landslið Íslands sé bara orðið svo gott! „Við erum bara betri en þessar þjóðir, punktur“, segir Arnór.
Hann segir ennfremur að nú sé lag að byggja á góðum árangri til framtíðar litið, og búa til gott landslið Íslands til langrar framtíðar.
Auglýsing