Viðbótarlífeyrir fer að hluta til í vexti, ekki inn á höfuðstól húsnæðislána

IMG-0231-1.jpg
Auglýsing

Hluti þeirra sem völdu að nota við­bót­ar­líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur sínar til að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna í „Leið­rétt­ing­unni“ svoköll­uðu hafa orðið fyr­ir­ því að greiðslan þeirra hefur farið í að greiða fjár­mála­stofn­unum vexti en ekki til að greiða niður höf­uð­stól­inn. Þetta hefur gerst vegna þess að greiðslan frá líf­eyr­is­sjóði við­kom­andi barst ekki sama dag og gjald­dagi hús­næð­is­láns­ins var.

Því fer hluti af við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði þessa fólks í að greiða kostnað þessa hóps. Með öðrum orðum þá nýt­ist þessi hluti við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar, sem atvinnu­rek­endur og fólkið sjálft leggur til hlið­ar, engum nema þeim fjár­mála­stofn­un­unum sem halda á hús­næð­is­lánum þessa fólks.

Kann­ast við vanda­málið og búið að bregð­ast viðKjarn­anum barst ábend­ing frá ein­stak­lingi sem hafði kom­ist að því að hluti við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aðar hans væri að fara í greiðslu á vöxtum vegna þess að greiðsla líf­eyr­is­sjóðs­ins til við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tækis barst eftir gjald­daga láns­ins. Þá voru vextir næsta gjald­daga á eftir greidd­ir.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri.

Auglýsing

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri seg­ist kann­ast við þetta vanda­mál, en emb­ætti hans sér um fram­kvæmd „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“. „Vanda­málið var bundið við ein­stakar lána­stofn­an­ir, einkum Íbúða­lána­sjóð, sem ekki er vitað til ann­ars en að hafi nú þegar brugð­ist við og lag­fært þá óná­kvæmni sem þarna var.“ Ástæða þess að þetta gerð­ist hafi verið sú að lána­kerfi hafi verið mis­sveigj­an­leg til að stýra greiðslu inn á höf­uð­stól láns. Vert er eða taka fram að Íbúða­lána­sjóður er í eigu og á ábyrgð rík­is­ins. Vext­irnir sem hann fær greitt eru því ágóði fyrir rík­ið, eða dregur hið minnsta úr því fjár­magni sem ríkið neyð­ist tilað leggja Íbúða­lána­sjóði til.

Skúli Egg­ert segir að málið verði rætt við verk­efn­is­stjórn „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ síðar í þess­ari viku og þá undir þeim for­merkjum að komið hafi í ljós vissir ágallar sem nú þegar hafa verið lag­færð­ir.

Stærsta mál rík­is­stjórn­ar­innar„Leið­rétt­ing­in“ er stærsta málið sem sitj­andi rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks hefur komið í gegn. Í henni felst að rík­is­sjóður greiðir hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 allt að 80 millj­arða króna í nokk­urs konar miska­bætur fyrir það verð­bólgu­skot sem átti sér stað á tíma­bil­inu. Stjórn­völd hafa enn ekki viljað birta tæm­andi upp­lýs­ingar um hvernig þessi upp­hæð skipt­ist á tekju-, eigna- eða ald­urs­hópa en von er á skýrslu um málið á þessu þingi.

­Stjórn­völd hafa enn ekki viljað birta tæm­andi upp­lýs­ingar um hvernig þessi upp­hæð skipt­ist á tekju-, eigna- eða ald­urs­hópa en von er á skýrslu um málið á þessu þingi.

Hin hluti „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ snérist um að heim­ila fólki að greiða við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað sinn í þrjú ár inn á höf­uð­stól hús­næð­is­lána. Hagur fólks við að gera þetta felst í því að greiðsl­urnar eru skatt­frjáls­ar, en af öðrum við­bót­ar­líf­eyri þarf að greiða skatt við útgreiðslu. Ríki er því að gefa eftir um 20 millj­arða króna í skatt­greiðslur vegna þessa.

Útreikn­ingar sýndu að með þessum hætti ættu Íslend­ingar að geta notað allt að 70 millj­arða króna af við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði sínum í að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna. Nú er ljóst að hluti þeirrar upp­hæðar hefur runnið beint til íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja vegna­vaxta sem urðu til án þess að fólkið sem greiðir þá hafi dregið að greiða nokkur skap­aðan hlut. Það skráði sig ein­fald­lega í þennan hluta „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ á heima­síð­unni leidrett­ing.is og byrj­aði að greiða. Í því umsókn­ar­ferli er aldrei til­greint að mögu­lega muni hluti við­bót­ar­sparn­að­ar­ins fara í að greiða vexti.

Við­bót klukkan 13:03

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri vill koma á fram­færi að drátt­ar­vextir seú ekki greiddir með inn­borgun við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aðar nema að lánið sé komið í van­skil. Vextir vegna næsta gjald­daga voru greiddir í þeim málum sem fjallað er um. Frétt­inni hefur verið breytt í takt við þessar upp­lýs­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None