Viðbótarlífeyrir fer að hluta til í vexti, ekki inn á höfuðstól húsnæðislána

IMG-0231-1.jpg
Auglýsing

Hluti þeirra sem völdu að nota við­bót­ar­líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur sínar til að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna í „Leið­rétt­ing­unni“ svoköll­uðu hafa orðið fyr­ir­ því að greiðslan þeirra hefur farið í að greiða fjár­mála­stofn­unum vexti en ekki til að greiða niður höf­uð­stól­inn. Þetta hefur gerst vegna þess að greiðslan frá líf­eyr­is­sjóði við­kom­andi barst ekki sama dag og gjald­dagi hús­næð­is­láns­ins var.

Því fer hluti af við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði þessa fólks í að greiða kostnað þessa hóps. Með öðrum orðum þá nýt­ist þessi hluti við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar, sem atvinnu­rek­endur og fólkið sjálft leggur til hlið­ar, engum nema þeim fjár­mála­stofn­un­unum sem halda á hús­næð­is­lánum þessa fólks.

Kann­ast við vanda­málið og búið að bregð­ast viðKjarn­anum barst ábend­ing frá ein­stak­lingi sem hafði kom­ist að því að hluti við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aðar hans væri að fara í greiðslu á vöxtum vegna þess að greiðsla líf­eyr­is­sjóðs­ins til við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tækis barst eftir gjald­daga láns­ins. Þá voru vextir næsta gjald­daga á eftir greidd­ir.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri.

Auglýsing

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri seg­ist kann­ast við þetta vanda­mál, en emb­ætti hans sér um fram­kvæmd „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“. „Vanda­málið var bundið við ein­stakar lána­stofn­an­ir, einkum Íbúða­lána­sjóð, sem ekki er vitað til ann­ars en að hafi nú þegar brugð­ist við og lag­fært þá óná­kvæmni sem þarna var.“ Ástæða þess að þetta gerð­ist hafi verið sú að lána­kerfi hafi verið mis­sveigj­an­leg til að stýra greiðslu inn á höf­uð­stól láns. Vert er eða taka fram að Íbúða­lána­sjóður er í eigu og á ábyrgð rík­is­ins. Vext­irnir sem hann fær greitt eru því ágóði fyrir rík­ið, eða dregur hið minnsta úr því fjár­magni sem ríkið neyð­ist tilað leggja Íbúða­lána­sjóði til.

Skúli Egg­ert segir að málið verði rætt við verk­efn­is­stjórn „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ síðar í þess­ari viku og þá undir þeim for­merkjum að komið hafi í ljós vissir ágallar sem nú þegar hafa verið lag­færð­ir.

Stærsta mál rík­is­stjórn­ar­innar„Leið­rétt­ing­in“ er stærsta málið sem sitj­andi rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks hefur komið í gegn. Í henni felst að rík­is­sjóður greiðir hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 allt að 80 millj­arða króna í nokk­urs konar miska­bætur fyrir það verð­bólgu­skot sem átti sér stað á tíma­bil­inu. Stjórn­völd hafa enn ekki viljað birta tæm­andi upp­lýs­ingar um hvernig þessi upp­hæð skipt­ist á tekju-, eigna- eða ald­urs­hópa en von er á skýrslu um málið á þessu þingi.

­Stjórn­völd hafa enn ekki viljað birta tæm­andi upp­lýs­ingar um hvernig þessi upp­hæð skipt­ist á tekju-, eigna- eða ald­urs­hópa en von er á skýrslu um málið á þessu þingi.

Hin hluti „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ snérist um að heim­ila fólki að greiða við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað sinn í þrjú ár inn á höf­uð­stól hús­næð­is­lána. Hagur fólks við að gera þetta felst í því að greiðsl­urnar eru skatt­frjáls­ar, en af öðrum við­bót­ar­líf­eyri þarf að greiða skatt við útgreiðslu. Ríki er því að gefa eftir um 20 millj­arða króna í skatt­greiðslur vegna þessa.

Útreikn­ingar sýndu að með þessum hætti ættu Íslend­ingar að geta notað allt að 70 millj­arða króna af við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði sínum í að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna. Nú er ljóst að hluti þeirrar upp­hæðar hefur runnið beint til íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja vegna­vaxta sem urðu til án þess að fólkið sem greiðir þá hafi dregið að greiða nokkur skap­aðan hlut. Það skráði sig ein­fald­lega í þennan hluta „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ á heima­síð­unni leidrett­ing.is og byrj­aði að greiða. Í því umsókn­ar­ferli er aldrei til­greint að mögu­lega muni hluti við­bót­ar­sparn­að­ar­ins fara í að greiða vexti.

Við­bót klukkan 13:03

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri vill koma á fram­færi að drátt­ar­vextir seú ekki greiddir með inn­borgun við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aðar nema að lánið sé komið í van­skil. Vextir vegna næsta gjald­daga voru greiddir í þeim málum sem fjallað er um. Frétt­inni hefur verið breytt í takt við þessar upp­lýs­ing­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None