Viðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR og Flóabandalagið slitið

Þorsteinn-víglundsson-nytt2.jpg
Auglýsing

Samn­inga­við­ræðum Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) við VR og Flóa­banda­lagið  hjá rík­is­sátt­ar­semj­ara var slitið í dag. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá SA.

Þar seg­ir: "Staðan í kjara­deil­unum er nú mjög flókin og fáir góðir kostir í boði. Vand­séð er að hægt sé að forða víð­tækum verk­föllum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Afleið­ingar þeirra verða alvar­legar fyrir bæði launa­fólk, fyr­ir­tæki og þjóð­ar­hag. Verði ítr­ustu kröfur verka­lýðs­fé­lag­anna knúnar fram með verk­föllum verða afleið­ing­arnar hins vegar enn verri. Verð­tryggðar skuldir heim­ila og fyr­ir­tækja munu hækka mik­ið, vextir hækka og störfum fækka. Við slíkum búsifjum má Ísland vart við um þessar mundir en verka­lýðs­for­ystan hefur valið að fara þá leið. Þessi nið­ur­staða veldur Sam­tökum atvinnu­lífs­ins miklum von­brigð­um.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa verið til­búin að koma til móts við kröfur verkslýðs­fé­lag­anna um veru­lega hækkun lægstu launa og umtals­verða hækkun dag­vinnu­launa fyrir þriggja ára samn­ing, eða sem nemur um 24% hækk­un. Þessu boði höfn­uðu verkslýðs­fé­lögin í dag án þess að leggja fram nokkrar raun­hæfar lausnir um nýjan kjara­samn­ing sem tryggir launa­fólki auk­inn kaup­mátt, við­heldur lágri verð­bólgu og jafn­vægi í efna­hags­líf­in­u."

Auglýsing

Félags­menn VR sam­þykktu verk­fallFé­lags­menn VR sam­þykktu verk­falls­boðun í atkvæða­greiðslu sem lauk á hádegi í dag. Verk­föll innan VR munu hefj­ast þann 28. maí með tveggja daga verk­falli starfs­manna í hóp­bif­reiða­fyr­ir­tækj­um. Fleiri starfs­greinar munu svo fylgja í kjöl­farið og ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall á að hefj­ast þann 6. júní.

Ann­ars vegar var kosið meðal félags­manna sem starfa í fyr­ir­tækjum innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins og hins vegar innan Félags atvinnu­rek­enda. Hjá SA sögðu 58 pró­sent já við boðun verk­fall, en þátt­takan var rúm 25 pró­sent. Hjá FA sögðu 57,4 pró­sent já en kosn­inga­þátt­taka var tæp­lega 30 pró­sent.

Starfs­menn í hóp­bif­reiða­fyr­ir­tækjum fara sem fyrr segir í tveggja daga verk­fall 28. maí. 30. maí fer starfs­fólk á hót­el­um, gisti­stöðum og bað­stöðum í verk­fall og 31. maí starfs­fólk í flug­afgreiðslu. 2. júní fer starfs­fólk í skipa­fé­lögum og mat­vöru­versl­unum í verk­föll og 4. júní starfs­fólk olíu­fé­laga. Öll verk­föllin eru tveggja sól­ar­hringa verk­föll.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None