Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, kallar Láru Hönnu Einarsdóttur viðrini, segist aldrei hafa botnað í andúð hennar gagnvart sér og að Lára Hanna hafi lagt af stað í landvinninga "viðbjóðsleikans" vegna þess að Samfylkingin og Björt framtíð séu nú að "skrapa botninn". Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Vigdís setti á Facebook í dag. Lára Hanna hélt lengi úti bloggi á Eyjunni, hefur árum saman verið iðinn við að klippa saman myndbönd um þjóðfélagsmál og taka þátt í þjóðfélagsumræðu á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún verið gagnrýnin á sitjandi stjórnvöld.
Vigdís segir í stöðuuppfærslunni að "á sunnudagsköldi um miðja ágúst 2015 spettur þetta viðrini upp Lára Hanna Einarsdóttir og ræðst á mig - einu sinni enn - hef aldrei hitt þessa konu og hef aldrei botnað í andúð hennar gagnvart mér og Framsóknarflokksins - en bloggherinn commenterar og commenterar - já ég vei Samfylking og Björt framtíð skrapa botninn nú um stundir - þá er "lagt af stað í landvinninga" viðbjóðsleikans - ég fullyrði að ENGIN eftirspurn sé eftir þessum svarta sjúkleika sem birtist í facebookfærslu áðurnefndar konu - megum við öll eiga fallegt og jákvætt sunnudagskvöld og góða vinnuviku framundan - hamingjan er hér."
Færslan sem Vigdís hlekkjar á er hins vegar frá því í ágúst 2013, og því tveggja ára gömul. Hana má sjá hér að neðan.
Ég ákæri!Ég ákæri Vigdísi Hauksdóttur fyrir að misbeita valdi sínu með hótunum eftir að hún fékk það í hendur. Ég ák...Posted by Lára Hanna Einarsdóttir on Wednesday, August 14, 2013